Minning

RÓ stærriÍ dag 26.nóvember hefði bróðir minn, Ragnar Ólafsson, orðið 50 ára en hann lést í hörmulegu bílslysi 1.mars 2009.

Það er mikil eftirsjá af elsku Ragnari en hann var afar ljúf og góð manneskja. Sérstaklega var hann yndislegur við börnin mín. Samband hans við þau var mjög kært á báða bóga. Hann var natinn við að uppfræða þau sem og gleðja.

Ragnar var ekki einungis einasta systkini mitt heldur besti félagi og gátum við oft gantast og hlegið innilega saman. Ófáar voru bíóferðirnar sem við fórum en hann hafði einmitt yndi af kvikmyndum sem og tónlist og lestri bóka. Hann var víðlesinn og góðum gáfum gæddur.

Ég minnist Ragnars bróður míns á þessum afmælisdegi hans og geymi allar góðu minningarnar sem ég á um hann. Efst í huga mínum er þakklæti fyrir að hafa átt hann að í öll þessi ár.

 

 

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér

og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer

en ég vona bara hann hugsi soldið hlýlega til mín

og leiði mig á endanum aftur til þín.  

Úr kvæðinu "Tvær stjörnur" eftir Megas.

Guð geymi sál þína elsku bróðir. Þín systir Lína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Samgleðjumst og samhryggjumst á þessum degi.

Gleðjumst yfir því lífi sem Ragnar átti.

Hryggjumst yfir því að hann er ekki lengur hér.

Ragnar lifir svo lengi sem minning hans lifir.

Tíminn leiðir okkur öll, að lokum saman.

Halldór Egill Guðnason, 26.11.2013 kl. 22:44

2 Smámynd: HP Foss

Knús á ykkur Lína.

HP Foss, 26.11.2013 kl. 23:47

3 identicon

Orð að sönnu Halldór minn. Maður getur einnig glaðst í sorginni og þakkað fyrir það sem maður hefur átt. Takk fyrir falleg orð.

Bestu kveðjur til ykkar. Lína.

Knús þitt móttekið elsku Helgi. Eftir því sem maður eldist og vonandi þroskast verður manni það ljóst hverjir eru sannir vinir manns og það ert þú svo sannarlega.

Fleyg orð sem voru ætíð á vegg fyrir ofan skrifborð föður míns segja:

"Að eignast vin tekur örskamma stund.

Að vera vinur tekur alla ævi." 

 Knús á þig og Ragnhildi kæru vinir. Njótið aðventunnar. Lína.

Líney Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2013 kl. 13:37

4 Smámynd: Karl Tómasson

8

Karl Tómasson, 27.11.2013 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband