Costa del Kjós

Við gömlu skólafélagarnir úr árgangi 1964, Varmárskóla í Mosfellsbæ, höfum undan farin ár tekið upp þann sið að hittast reglulega fyrsta föstudag í mánuði og borða saman.

Það er virkilega gaman þegar áratuga kynni eru rifjuð upp og allar sögurnar sem við eigum sameiginlegar gömlu bekkjarbræðurnir og vinirnir.

Nú nýlega var spúsum okkar boðið með og var ákveðið að farið væri í reiðtúr og grillað saman að því loknu hjá okkur Línu í bústaðnum okkar við Meðalfellsvatn.

Kjósin varð sem sagt fyrir valinu að þessu sinni og riðið um hana þvera og endilanga.

Hér koma nokkrar myndir af einstaklega vel heppnuðum degi þar sem Kjósin skartaði sínu fegursta.

Að venju læt ég myndirnar tala sínu máli.

270720131740
270720131751
270720131760
270720131774
Kjós 1
Kjós 2
Kjós 3
Kjós 4
Kjós 5
Kjós 6
Kjós 7

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

snilld með flottustu fólki kalla og Línu :) takk fyrir mig elskurnar.

stina (IP-tala skráð) 9.8.2013 kl. 23:06

2 Smámynd: Karl Tómasson

Elsku hjartans Stína mín og Skari í Garði.

Mikð þakka ég ykkur fyrir sérlega góð kynni og góða nærveru. Ég er  stolt af því að hafa fengið að búa í Garði þar sem þú sleist barnskónum þínum Óskar minn. Þar fann ég bara góða strauma.

Hlakka til að hitta ykkur hjónin. Bestu kveðjur, Lína.

Karl Tómasson, 10.8.2013 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband