Fyrsti trommutíminn í 30 ár

Ég skrifaði um það nýlega á blogginu mínu að ég væri búinn að fá gamlan draum til að rætast, að tromma í jasshljómsveit og ég er svo heppinn að fá að njóta þess á mínum fyrstu metrum með frábærum spilurum og ekki síður góðum félögum.

Þá var ekki um annað að ræða hjá mér en að fá leiðsögn í jasstrommuleik þar sem ég hef aldrei fengist við slíkt og eftir því sóttist ég að sjálfsögðu hjá einum magnaðasta jasstrommuleikara Íslands fyrr og síðar, Matthíasi Hemstock.

Hann tók erindi mínu vel og ég fór í minn fyrsta tíma til hans í dag og það var bókstaflega magnað og ótrúlega skemmtilegt.

Matti stóðst allar mínar væntingar, það var gaman að uppifa alla hans kunnáttu í jasstrommuleik, innsýn og þekkingu í mínum fyrsta tíma.

Ég er bókstaflega heillaður, það er eins og þetta hafi allt átt að gerast. Það er sérkennilegt að upplifa.

Kæru vinir!!! Bíðið bara róleg, innan skamms verður gamli rokktrymbillinn kominn með jassinn algerlega á hreint.

Með góðri kveðju frá KáTomm.

Myndin hér að neðan er af Matta, kennara mínum, í góðum fíling. Hann er magnaður og stíllinn ótrúlega flottur. Hann spilar með öllum skrokknum og sándið á kappanum er eftir því.

Matti Hem


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband