Byrjaður að jazza

Undanfarnar vikur hef ég verið svo lánsamur að fá gamlan draum til að rætast, tromma í jasshljómsveit.
Það hef ég gert undanfarið með miklum snillingum á því sviði, þeim Ásgrími Angantýssyni, hljómborðsleikara og Þórði Högnasyni, kontrabassaleikara. Við höfum allir náð vel saman og haft mjög gaman af, bæði jamminu og félagsskapnum.
Við höfum tekið marga þekkta jassslagara og einnig lagt nokkra áherslu á að taka gömul þekkt dægurlög og setja í jassbúning og hafa Bítlarnir verið ofarlega á þeim lista hjá okkur, enda allir miklir aðdáendur þeirra miklu snillinga.
Á döfinni er svo að fá með okkur við og við góða gesti, bæði hljóðfæraleikara og söngvara.
Það eru mikil forréttindi að hefja ferilinn í jasstrommuleik með slíkum reynsluboltum og öðlings mönnum.
Ég á það Línu minni alfarið að þakka að opna augu mín fyrir jazzinum en hún hefur allt frá því ég kynntist henni sett góðar jazzplötur á fóninn við góð tækifæri.
Smátt og smátt hefur áhugi minn aukist á tónlistinni og er nú að ná hæstu hæðum um þessar mundir og þá er ekki aftur snúið, ég er nokkuð viss um það.
Myndin hér að neðan er tekin þegar Ási og Þórður komu í óvænta heimsókn til okkar Línu og Birnu í Kjósina í dag.
Góð heimsókn 12

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér Tommi

Sandkassinn (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 00:34

2 identicon

Kalli :)

Sandkassinn (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband