SPOT og vinir Péturs kynna með miklu stolti:

Pétur KristjánsÍ minningu Péturs W. Kristjánssonar

Laugardaginn 7. janúar 2012 ætlum við að heiðra minningu eins mesta RISA íslenskrar rokksögu. Pétur Wigelund Kristjánsson hefði orðið sextugur þennan sama dag og ætlum við í samvinnu við ei...tt mesta stórskotalið íslenskrar tónlistar, hvort sem um er að ræða tónlistarmenn eða söngvara að halda æðisgengið kvöld til heiðurs Pétri.

Flutt verða lög frá löngum, litríkum og fjölbreyttum ferli Péturs.

Að tónleikunum loknum mun hin goðsagnakennda rokkhljómsveit Gildran spila á dansleik.

ALLUR ágóði þessa kvölds fer í Minningarsjóð Péturs sem úthlutað verður úr á Múskiktilraunum á meðan sjóðnum endist fé, Pétur kom úr bílskúrshljómsveitum og með stofnun sjóðsins getum við haldið nafni hans á lofti hjá tónlistaræsku landsins.

Tryggið ykkur miða sem fyrst í eina mestu tónslistarveislu í langan tíma.
Gildran  vegna Péturs

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband