Steel guitar

Sigurgeir félagi minn og vinur í Gildrunni hefur undanfarin fimm ár lagt á sig mikla vinnu að læra á steel guitar og náð, eins og hans er von og vísa, undraverðum árangri á hljóðfærið.

Steel guitar er hljóðfæri sem tekur nokkurn tíma að meðtaka og ná sáttum við en þegar það gerist er ekki aftur snúið. Þannig var það a.m.k. hjá mér.

Geiri hefur notað þetta hljóðfæri nokkuð mikið hjá okkur Gildrufélögum undanfarið og hefur með því sett mjög skemmtilegan svip á okkar tónleika og uppákomur.

Hér að neðan kemur myndband með einum fremsta steel guitar leikara heims sem er jafnframt í miklu uppáhaldi hjá Sigurgeiri.

http://youtu.be/CZoPTJNmiCw


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábært ljúfir tónar svona undir svefninn takk fyrir það Karl minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2011 kl. 00:05

2 Smámynd: HP Foss

ja ég segi nú ekki margt....

HP Foss, 20.10.2011 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband