Bara ef ég hefði haft myndavél

Fyrir utan glugga á heimili mínu eru tvö stór reynitré og nýlega hengdi ég fuglamat í þau. Þetta voru litlar kúlur sem ég fékk í Europrise.

Til þess að koma kúlunum upp í tréð þurfti ég að beita nokkrum tilþrifum. Ég setti hringlaga vír á kúluna og útbjó langt prik til að teygja mig í tréð.

Viti menn, um leið og ég gerði mig líklegan til að hengja kúlurnar í tréð settust tveir fuglar á kúlurnar og byrjuðu að éta, þeir voru í c.a. 20 cm fjarlægð frá mér þessi litlu fallegu fuglar og virtust algerlega óhræddir. Sennilega voru þeir svona glorhungraðir. Þetta var mögnuð sjón.

Munum eftir smáfuglunum.

Smáfuglar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég er mep svona kúlur úti í garði og koma smáfuglarnir reglulega að morgni dags til að kroppa..

einnig fá krákurnar mínar (pica pica) smá kjötbita og brauð daglega :)

Óskar Þorkelsson, 10.2.2011 kl. 09:55

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Það er mjög gaman að gefa fuglunum í garðinum sínum og fylgjast með. Flestum fuglum finnst mjög gott að borða haframjöl sem er búið að velta í bræddu smjörlíki. Þetta er orkuríkur matur sem þeir þurfa að fá. Smáskorið feitt kjöt er einnig gott. Og svo epli og perur, þá koma stundum silkitoppar sem vilja helst ávextir.

Úrsúla Jünemann, 10.2.2011 kl. 13:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sé þig fyrir mér standandi með prikið í hendi og tvo fugla étandi fyrir ofan hausinn á þér

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2011 kl. 08:21

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Fín mynd. Hvað heitir svona fugl?

Sigurður Hreiðar, 11.2.2011 kl. 11:40

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mér sýnist þetta vera sólskríkja/snjótittlingur

Óskar Þorkelsson, 11.2.2011 kl. 12:08

6 Smámynd: Karl Tómasson

Sæl verið þið öll kæru vinir og takk fyrir komuna til mín.

Ágæti Sigurður Hreiðar, nú veit ég ekkert hvaða fugl þetta er á þessari fallegu mynd en verðum við ekki að treysta á að Óskar fari með rétt mál.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 11.2.2011 kl. 19:15

7 Smámynd: HP Foss

Stefnuljós til þín og hinna fuglanna.

HP Foss, 12.2.2011 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband