Rvk - Vestmannaeyjar 12. og 13. nóv 2010

Gildran útg

 

Kæru vinir og félagar.
Platan okkar verður komin í allar helstu plötubúðir landsins mánudaginn 8. nóvember.
Við ætlum að halda glæsilega útgáfutónleika í Austurbæ föstudaginn 12. nóvemer.
Við verðum í Vestmannaeyjum laugardaginn 13. nóvember.
Hins vegar tökum við generalprufuna okkar í Logalandi laugardaginn 6. nóvember.
Kæru vinir og félagar nú er bara að fjölmenna í Austurbæ og víðar og sjá gömlu refina fagna útkomu sinnar nýjustu plötu og það live.

Sjáumst vonandi sem flest!!! 

 

Miðasala fer fram á Miði.is og hér má sjá auglýsingu frá þeim.

Hin goðsagnakennda rokkhljómsveit Gildran fagnar nú útkomu nýrrar tónleikaplötu sem ber nafnið Vorkvöld.

Þann 1. maí síðastliðinn áttu þeir Gildrufélagar; Birgir Haraldsson söngvari og gítarleikari, Karl Tómasson trommari, og Þórhallur Árnason bassaleikari 30 ára samstarfsafmæli. Af því tilefni héldu þeir afmælistónleika í Hlégarði Mosfellsbæ.

Hljómsveitin Gildran, hefur nú sem endranær verið skipuð ofangreindum ásamt Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara sem hefur verið samferða þeim félögum síðastliðin 20 ár. Á hljómleikunum lék ennfremur með þeim hljómborðsleikarinn Vignir Stefánsson.

Gildran var stofnuð árið 1986 og frá stofnun hefur hún gefið út 6 hljómplötur: Huldumenn (1987), Hugarfóstur (1988), Gildran 1989, Ljósvakaleysingjar (1990), Út (1992) og Gildran í 10 ár (1997). Sjöunda plata þeirra, Vorkvöld (2010), er fyrsta hljómleikaplata þeirra félaga. Á henni er ennfremur hljóðversúgáfa af nýjasta lagi þeirra „Blátt blátt“ sem er eftir Birgi Haraldsson við texta Vigdísar Grímsdóttur.

Í tilefni af útgáfunni efna Gildrumenn til útgáfutónleika þar sem öllu verður tjaldað.

Tónleikarnir verða föstudagskvöldið 12.nóvember í Austurbæ í Reykjavík.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Ég segi nú einfaldlega eftir þessa tónleika: Vá!  og er ég þó búinn að heyra ýmislegt. Þetta var stórkostlegt. Takk.

HP Foss, 15.11.2010 kl. 19:37

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Stórkostlegur konsert hjá ykkur!!! Innilega til hamingju með nýju plötuna og tónleikana í Austurbæ. Bestu tónleikar sem undirritaður hefur nokkurn tíma sótt hér á landi. Takk fyrir mig og vonandi fær maður áfram að heyra reglulega frá ykkur.

Halldór Egill Guðnason, 16.11.2010 kl. 14:14

3 Smámynd: Karl Tómasson

Takk fyrir kæru vinir, Helgi og Halldór.

Þessir tónleikar eru og verða alltaf með þeim eftirminnilegri hjá okkur félögunum.

Ég held satt að segja að gömlu brýnin hafi sjaldan verið betri en nú um mundir.

Bestu kveðjur frá K. Tomm.

Karl Tómasson, 16.11.2010 kl. 22:53

4 identicon

"Þrír huldumenn - þeir lifa enn" þetta hefur ómað í höfðinu á mér í fimm daga þökk sé þér og þínum. Takk fyrir alveg hreint frábæra tónleika. Ég var satt að segja búinn að gleyma hvað þið eruð hrikalega þéttir. 

kveðja,

Trausti

Trausti Hafliðason (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband