fim. 28.10.2010
GILDRAN ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Í AUSTURBÆ
Sjáumst vonandi sem flest!!!
Miðasala fer fram á Miði.is og hér má sjá auglýsingu frá þeim.
Hin goðsagnakennda rokkhljómsveit Gildran fagnar nú útkomu nýrrar tónleikaplötu sem ber nafnið Vorkvöld.
Þann 1. maí síðastliðinn áttu þeir Gildrufélagar; Birgir Haraldsson söngvari og gítarleikari, Karl Tómasson trommari, og Þórhallur Árnason bassaleikari 30 ára samstarfsafmæli. Af því tilefni héldu þeir afmælistónleika í Hlégarði Mosfellsbæ.
Hljómsveitin Gildran, hefur nú sem endranær verið skipuð ofangreindum ásamt Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara sem hefur verið samferða þeim félögum síðastliðin 20 ár. Á hljómleikunum lék ennfremur með þeim hljómborðsleikarinn Vignir Stefánsson.
Gildran var stofnuð árið 1986 og frá stofnun hefur hún gefið út 6 hljómplötur: Huldumenn (1987), Hugarfóstur (1988), Gildran 1989, Ljósvakaleysingjar (1990), Út (1992) og Gildran í 10 ár (1997). Sjöunda plata þeirra, Vorkvöld (2010), er fyrsta hljómleikaplata þeirra félaga. Á henni er ennfremur hljóðversúgáfa af nýjasta lagi þeirra Blátt blátt sem er eftir Birgi Haraldsson við texta Vigdísar Grímsdóttur.
Í tilefni af útgáfunni efna Gildrumenn til útgáfutónleika þar sem öllu verður tjaldað.
Tónleikarnir verða föstudagskvöldið 12.nóvember í Austurbæ í Reykjavík.
Athugasemdir
Innilega til hamingju með þetta Kalli minn Tomm, og þið allir. Það hlýtur að vera alveg hrikalega gaman að vera þið, þessa dagana
Jóna Á. Gísladóttir, 29.10.2010 kl. 11:07
Frábært. Verð á 7unda bekk.
HP Foss, 5.11.2010 kl. 20:50
Lagaval???? Maður rífur sig nú ekkert upp á .......... án þess að hafa "program". Kv. úr Bjargslundinum!
Halldór Egill Guðnason, 10.11.2010 kl. 05:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.