Á fljúgandi uppleið

Við gömlu mennirnir í Gildrunni erum nú á fljúgandi uppleið á vinsædarlista Rásar tvö með nýja lagið okkar Blátt blátt.

Við fórum upp um tíu sæti í gær og eigum nú 14. vinsælasta lagið. Nú er bara að koma gömlu rokkurunum á topp tíu og kjósa á Rás tvö.

Það eru 18 ár síðan við áttum tvö topplög það væri gaman að endurtaka leikin svona löngu síðar.

Hér að neðan er hægt að hlusta á lagið. Blátt blátt er fallegt lag sem vinnur hægt og sígandi á eins og mörg góð lög. Textinn er eftir Vigdísi Grímsdóttur rithöfund og sá fyrsti sem hún semur við dægurlag.

 http://www.facebook.com/l.php?u=http%3A%2F%2Fwww.youtube.com%2Fwatch%3Fv%3DomX0mMlsd9w&h=78343HiM_-FHi4qMzhkEu_33TYg

www.youtube.com
Nýtt lag

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Mikið rosalega er ég ánægður með velgegnina fyrir ykkar hönd. Ég vildi óska þess að net-tengingin mín hérna við strendur Afríku væri ekki svona hæg, þannig að ég gæti hlustað á lagið. Það verður víst að bíða betri tíma, en ég kem væntanlega heim næst um miðjan október. og þá fæ ég væntanlega að heyra það og meira til ef að líkum lætur. Ég óska ykkur innilega til hamingju með árangurinn, þið hafið engu gleymt og það vita allir.

Kær kveðja frá gömlum aðdáenda og vini

Skipperinn

Guðmundur St. Valdimarsson, 29.6.2010 kl. 00:39

2 Smámynd: HP Foss

ja, það er heldur en ekki helvítis útlegðin!! Miðjan október. Þú nærð ekki einu sinni seinustu réttum!!

HP Foss, 29.6.2010 kl. 08:37

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þið eruð flottir Kalli minn. Vonandi náið þið upp fyrir topp tíu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2010 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband