Kærar þakkir

Nú styttist í tónleika okkar Gildrufélaga og hefur allt gengið eins og í sögu hjá okkur fram að þessu. Æfingarnar hafa verið sérlega skemmtilegar og erum við allir klárir í slaginn. 

Við erum mjög þakklátir fyrir þá stemningu og þann meðbyr sem við höfum fundið fyrir úr öllum áttum undanfarna daga.

Lagið okkar nýja, Blátt blátt, hefur fallið í góðan jarðveg og heyrum við ekki betur á gömlum Gildrurboltum en að gamla Gildrusándið leyni sér ekki í því.

Kærar þakkir fyrir góðan stuðning og sjáumst eldhress í löngu troðfullum Hlégarði á morgun. 

Hér fyrir neðan getið þið heyrt nýja lagið okkar og séð slóðina á facebook síðu Gildrunnar.

gildranplakat

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Skrifað undan strönd Sahara

Mikið vildi ég nú getað verið með ykkur í kvöld. En svona er þetta nú bara. Ég er núna að sigla suður með vestur Sahara. Ég vona að allt gangi upp, kvöldið verði ánægjulegt og skemmtilegt. Bið fyrir góðar og sérstakar kveðjur til ykkar allra og þeirra sem ég þekki. Ég reyni að vera með ykkur í gegnum Rás 2 á netinu ef það gengur.

Kær kveðja frá Afríku.

Skipperinn

Guðmundur St. Valdimarsson, 1.5.2010 kl. 15:39

2 Smámynd: HP Foss

Verðið þið með Leiðtogana?

HP Foss, 1.5.2010 kl. 19:43

3 Smámynd: steinimagg

Tónleikarnir voru snilldin ein, takk fyrir mig.

steinimagg, 2.5.2010 kl. 00:57

4 identicon

Takk kærlega fyrir okkur í kvöld kæri vinur

þið voruð FRÁBÆRIR, algjör heildar snilld

bestu kveðjur

Hanna og Einar

Hanna Símonar (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 01:02

5 identicon

Frábærir tónleika takk fyrir mig

Þóranna. (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 01:12

6 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Takk fyrir tónleikana elsku Kalli minn, þið voruð frábærir. Við Anna Ólöf tókum síðustu lögin með stæl uppi á stól, því við treystum ekki borðinu. Bara geggjað.

Takk enn og aftur.

Herdís Sigurjónsdóttir, 2.5.2010 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband