Nýtt lag með Gildrunni

IMG_6096

Nú höfum við félagarnir í Gildrunni lagt lokahönd á upptökur af nýju lagi. Þetta er okkar fyrsta hljóðritun í langan tíma.

Lagið er eftir, Birgi Haraldsson, söngvara og textinn eftir, Vigdísi Grímsdóttur, rithöfund. Þetta lag hljóðrituðum við í tilefni 30 ára samstarfsafmælis okkar.

Einnig munum við, eins og ég hef áður skrifað um,  halda tónleika í Mosfellsbæ (í Hlégarði) þann 1. maí.

Vonandi fellur ykkur við okkar nýjasta lag.

Einnig bendi ég hér á slóðina á Facebook síðu Gildrunnar:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Til hamingju með þetta og afmælið. Flottur flutningur! Haldið áfram í góðum "djúp-fjólubláum" gír!

Kristinn Snævar Jónsson, 15.4.2010 kl. 12:35

2 Smámynd: steinimagg

Jebb :-)

steinimagg, 15.4.2010 kl. 18:03

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það vantar bæði meiri bassa og rödd í þetta annars góða lag! Keyrslu!!!!!!!

Halldór Egill Guðnason, 18.4.2010 kl. 04:28

4 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

alltaf jafn góðir

Laugheiður Gunnarsdóttir, 23.4.2010 kl. 22:09

5 Smámynd: HP Foss

Þetta lag er það nýjasta frá Gildrunni, sveitarinnar sem troðfyllt fimmuna mánuðum saman,  þeirri stórkostlegu sveit. Bandinu sem alltaf gat fyllt öll manns skilningarvit af ótrúlega þéttu rokkinu, bandinu sem náði að fanga athygli gestanna á milli laga, dúndrandi rokkið, snöggur endnirinn  álögunum, þannig að hljóðhimnurnar tóku heljarstökk afturábak, trommuleikarinn sagði aldrei annað en það sem þurfti á milli laga, en sagði það þó...og  gestirnir hlustuðu. "Gott kvöld, góðir gestir"...... Snjórinn, Sættir, Mærin....AC DC í restina og enginn karlskynsgesta  fékk að sofa hjá sínum konum eftir tónleika hjá Gildrunni,  kerlingarnar höfðu einfaldlega fengið nægju sína.

Takk.

HP Foss, 24.4.2010 kl. 00:14

6 identicon

eiga ekki að vera tónleikar á Akureyri?

kv. aðdáandi númer 1 á Akureyri!

Anna Reykdal (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 11:20

7 identicon

Já, ég segi eins og Anna Reykdal, Eiga ekki að vera tónleikar á Akureyri ?

dolli (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband