Engar skotgrafir núna, plís, plís, plís

Reynum að halda þessu á málefnanlegu nótunum. Ekki tala um það sem er liðið, þetta var ekki neitt og í raun við engan hægt að sakast.

Ekki fara í þessar skotgrafir. Þetta er ekkert til að tala um svona eftir á, snúum nú frekar bökum saman og lítum á björtu hliðarnar.

Öllum getur orðið á. Nokkur þúsund milljónir að láni úr íslenskum bönkum til æðstu embættismanna þjóðarinnar og fleirri snillinga er ekkert sem þarfnast umræðu. Höldum þessu á málefnanlegu nótunum endilega. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Karl, æfinlega !

Jú; ágæti Mosfellingur !

Nú einmitt; er tími hefndarinnar runninn upp. Sukkarar VG; eiga að reikna með refsingu einnig.

Steingrímur J. Sigfússon; er YFIRVERNDARI ísl. fjárplógsmanna - innan þings, sem utan.

Hann hefir margsannað; að ómennska hans, er lítt minni, en ýmissa annarra.

Hann sendi fátækum og þjáðum samlöndum okkar, þau skilaboð á dögunum, að fátækt væri sízt meiri hér, en í nálægum löndum.

Þetta Þingeyska afstyrmi; höfum við borið uppi, opinberlega, allar götur, frá árinu 1983, á OFURLAUNUM, líkt og hin ræksnin, flest.

Ekkert; ekkert kjaftæði, um kristilegan kærleik - hvað þá; fyrir gefningu, þessu liði til handa, Karl minn.

Heldur; TIL HELVÍTIS, með land- og þjóðníðinga - ALLRA 4ra  flokkanna !!!

Með; beztu kveðjum þó; í Kjósarsýsluna - úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 02:35

2 Smámynd: Karl Tómasson

Ævinlega heill og sæll Óskar Helgi.

Eigi er nú hlutverk bóndans Þyngeyska fyrirferðamikið í handritinu stóra.

Um ofurlaun hans, sukk, yfirverndarastöðu fjárplógsmanna, ómennsku og hvað var það meira sem stóð hér að ofan hjá þér Óskar?  ég missti þráðinn.

Með kveðju úr Mosó frá K. Tomm.   

Karl Tómasson, 14.4.2010 kl. 07:46

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Jæja, þá eru menn að ausa úr brunn reiði sinnar. Það léttir stundum og er betra en að byrgja allt inn í sér. En Óskar H., reynum að vera pínu málefnalegir og sanngjarnir.

Kalli, við verðum að horfa einnig tilbaka, ekki bara fram á við. Annars er hætta á að sömu mistök endurtaka sig. Horfum bara nógu oft tilbaka þrátt fyrir alla jákvæðina. Menn sem voru aðalorsakavaldar hrunsins eiga líka að fá viðeigandi refsingu. ÞAð verður ekki sátt í þjóðfélaginu nema þetta sé gert.

Úrsúla Jünemann, 14.4.2010 kl. 10:55

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Tek undir með þér að menn komast ekkert áfram í þessu máli ef þeir einblína á því hvað menn úr þeim stjórnmálaflokki, sem þeir kusu EKKI, hafa gert sem er ámælisvert.

Umræður á almannafæri, eins og bloggi og Facebook, bera þess öll merki að menn hafa markað sér víglínu, grafið sér skotgrafir, og ætla að berja höfðinu við steininn og vísa ábyrgðinni á hina, á þá, þessa þarna!

Flosi Kristjánsson, 14.4.2010 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband