Gömlu meistaraverkin

Eins og ég hef skrifaði um áður hér hjá mér, þá hef ég ætlað mér að koma með fréttir af gangi mála hjá okkur gömlu Gildrumönnum við undirbúning tónleika okkar í Mosó þann 1. maí í tilefni af 30 ára samstarfsafmæli.

Það er skemmst frá því að segja að allt gengur eins og best verður á kosið. Fyrst og síðast er óskaplega gaman hjá okkur eins og við vara að búast eftir langt hlé. Margar gamlar sögur rifjaðar upp og mikið hlegið á milli laga og í pásum á æfingum.

Gömlu meistaraverkin, eins og Pétur Kristjánsson, okkar kæri, eftirmynnilegi og góði vinur kallaði alltaf lögin af fyrstu plötum okkar og við höfum að sjálfsögðu leyft okkur að gera síðan, hljóma svakalega. Það skyldi þó ekki vera að þeim eigi eftir að fjölga eftir tónleikana sem fella sig við og fatta gömlu meistaraverkin okkar.

Meistaraverkið sem hér kemur, Villtur, var á okkar fyrstu hljómplötu, Huldumönnum, sem kom út árið 1987. Síðar settum við það í nýjan búning og gáfum út á Gildran í 10 ár.

Upptakan er úr gömlum þætti hjá Hemma Gunn á tali.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Alltaf góðir.

Hamarinn, 30.3.2010 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband