Markmenn. Ógleymanlegur kappi

Þegar ég var upp á mitt besta í markmannsstöðunni sem ungur drengur í fótboltanum, var ég lengi vel Gordon Banks en síðar Peter Shilton.

Ég gæti trúað að þessi eftirminnilegi markmaður hafi átt og eigi enn marga aðdáendur.

Markmannsferli mínum, sem varð ekki mjög langur, var lokið þegar hann var upp á sitt besta, þannig að ég náði aldrei að vera hann.

Þessi kappi er algerlega ógleymanlegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já Kalli minn, þessi er algjör snillingur, eiginlega svona "heildar snillingur".  Þó svo ég eigi mér nokkra aðra uppáhaldsmarkmenn, þá er Higuita alltaf með smá sérstöðu á uppáhaldslistanum mínum :)

Bestu kveðjur yfir til ykkar

Hanna Sím (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 22:33

2 Smámynd: Karl Tómasson

Já, Hanna mín, hann Higuita er engum líkur og það var alltaf jafn mikill spenningur að horfa á leiki með Kólumbíska landsliðinu, bara hanns vegna.

Ég þykist vita, að Ray Clemens og Bruce Gropular, hafi frekar verið þínir menn.

Það hefði verið gaman að hafa Higuita í mottu mars, hann hefði komið þar sterkur inn.

Bestu kveðjur til þín og þinna frá Kalla Tomm úr Tungunni.

Karl Tómasson, 29.3.2010 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband