Gríðarleg spenna

Undanfarið hafa verið hér hjá mér tvær skoðanakannanir. Önnur snérist um hvort stjórnmálaleiðtogarnir hafi staðið undir væntingum og hin um ánægju á störfum Ólafs Ragnars Grímssonar undanfarið. 

Ljóst er að vinsældir forsetans virðast samkvæmt öllu hér hjá mér, vera miklar hjá Sjálfstæðismönnum og Hreyfingunni þessa dagana.

Hvað varðar, hvort leiðtogarnir hafi staðið undir væntingum, þá hafa Bjarni Ben og Sigmundur Davíð haft vinninginn undanfarið.

Nú er komin ný könnun og endilega taktu þátt lesandi góður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Einar Sveinbjörnsson bloggvinur minn var með skemmtilegar færslur um veðrið á Þorranum.

Ég má til að setja hér þorraþræl frá öðrum bloggvini mínum, Kristínu Jónsdóttur:

Nú er illt í efni

enginn aur hjá mér.

Bót á enginn hér

fyrir boruna á sér.

Öll af undirgefni

örkum fjallið bratt.

Borgar landinn glatt

meiri skatt.

Bílalánið brátt,

sem byrjaði svo smátt.

Endaði himinhátt

og enginn fær afslátt.

Sækja á fólk í svefni

skuldadraugar senn.

Fylleríum fylgja enn

timburmenn.

Siglir þjóðarskútan

Skerjagarði í.

Skorið er á ný

niður, kurt og pí.

Útrásarinnar risarútan

ryðgar nú á stöð.

Engin er biðröð

í hennar tröð.

Sparnaðinn á ís

enginn núna kýs.

Skuldin ennþá rís

og hugur landans hrís.

Brátt mun mörg mínútan

missast út í tóm.

þras og þrátt sem hjóm

um þjóðardóm.

Vondu vandamálin

verða hér um stund.

Hvað skal lyfta lund

og létta okkar sund?

Sterk er þjóðarsálin

saman stöndum nú.

Hafa verðum trú

á betra bú.

Andann efla má

enginn tak oss frá

vináttuna þá

er inni má hér sjá.

Beislum illskubálin

er brenna í okkar sál.

Stöppum í okkur stál

og segjum skál.

HP Foss, 16.3.2010 kl. 21:45

2 Smámynd: Polaris 800

Sælinú Karl

jeg attlaði að kaupa miða í skounarkönnunninnin en gat ekki kosið aþþí að þar er talarðu um eihvað á einhvejum sundum?? Má velja það?

Polaris 800, 16.3.2010 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband