Nikkan er engu lík

Jón Steinar Ragnarsson bloggvinur minn skrifaði nýlega skemmtilega grein um nikkuna á blogginu sínu og lét fylgja með skemmtilegt myndband af sönnum meistara á hljóðfærið.

Ég má einnig til með að skella hér inn hjá mér myndbandi af einum mögnuðum spilara leika listir sínar á þetta skemmtilega hljóðfæri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm. Þessi er ótrúlega góður. Bayan nikka að sjálfsögðu. Þarna er það rakarin frá Sevillia, ópera. Það skiptir engu máli hverslags tónverk þeir taka fyrir þessir kallar. Heyrði þennan einmitt taka Flight of the bumblebee eftir Korsakov og stjarnfræðilegum hraða. Það er þerna í valrömmunum eftir vídeóið spilast.

Þeir taka þetta hljóðfæri alvarlega þessir kallar. Þetta er ekkert sígaunagutl í matvörumarkaði og raunar ótrúlegt að sjá að þeir skuli ekki vera að spila í veglegri kringumstæðum en fyrir nokkrar hræður í skólastofu, eins og þessi.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2010 kl. 23:21

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú sagðir mér í athugasemd að þú og strákurinn þinn hafið verið að læra á takkanikku. Ég læt því einn tengil fylgja af Mikko littla Makkonen, sem er 10 ára Finni, fylgja.

Það er einmitt mikil hefð fyrir nikkuni í Finnlandi og hann spilar þarna eimitt lög eftir finnska höfunda.

Var Óli orðinn svona góður?

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2010 kl. 23:46

3 Smámynd: Karl Tómasson

Heill og sæll kæri vinur og takk fyrir heimsóknina til mín.

Nei, Óli minn var ekki orðin svona góður og svo það sé alveg á hreinu þá er ég það heldur ekki, öðru nær, ég er gersamlega glataður.

Fyrstu tvö árin sem við feðgar vorum að læra á nikkuna var það hljómborðsnikka. Á þriðja árinu vildi kennarinn okkar skella okkur yfir á hnappanikku og það þótti mér spennandi enn það var erfitt fyrir ungan drenginn sem var rétt að byrja að ná tökum á hljóðfærinu.

Það er bókstaflega eins og að fara af trompet yfir á gítar. Ég hef alltaf séð eftir því að hafa samþykkt þessa ráðstöfun hvað varðar drenginn enda var þetta m.a. til þess að hann gafst upp, enda bókstaflega eins og að byrja að læra uppá nýtt fyrir hann.

Ég hafði gaman af þessu og sérstaklega af því að kynnast þessu einstaklega skemmtilega hljóðfæri sem hnappanikkan er.

Annars minn kæri vinur, gaman að vita af áhuga þínum á gömlu góðu nikkunni.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 15.3.2010 kl. 00:18

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er kannski svona svag fyrir þessu af því að þetta var svo nærri mér í æsku, þar sem afi minn og frændi spiluðu báðir á nikkur. Man einmitt að frændi minn talaði um lykla og takkanikkur sem tvö ólík hljóðfæri og sagðist ekkert kunna á hina tegundina, sem er mér fannst svolítið skondið.  Þú hefur allavega skýrt það út fyrir mér hér. 

Annars er ég alltaf hrifinn af því að sjá snilli í hljóðfæraleik. Tónlistin er svo mikilvæg að það ætti að hafa hana ofarlega á námskrá allra skóla. Marfeldisáhrif hennar til góðs eru ómæld. Það er við tvennskonar aðstæður, sem ég hef aldrei séð fólk reitt eða dapur, en það er þegar það leikur eða nýtur tónlistar og svo þegar það borðar.  Það getur ekki farið saman.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.3.2010 kl. 00:49

5 Smámynd: HP Foss

Einar Sveinbjörnsson bloggvinur minn skrifaði skemmtilega færslu í fyrradag um mispil sem var nærri al laufgaður..

Ég má til að láta hér fylgja lýsingu á mispli:


Perulaga ávöxtur mispils (Mespilus germanica) eða germanaviðar (enska heitið er medlar), sem vex villtur í Evrópu, einkum suðaustanverðri, svo og í vestanverðri Asíu, er töluvert notaður í sultur og þess háttar. Hann er einnig borðaður ferskur, þó fyrst og fremst ef hann er ofþroskaður eða hefur frosið á trénu. Ávöxturinn er brúnleitur eða gulbrúnn og stærstu afbrigðin eru á stærð við lítil epli en flest eru mun minni. Hann sést sjaldan á mörkuðum en sulta gerð úr honum fæst hins vegar í verslunum. Nafnið er komið um dönsku úr grísku, méspilon.

HP Foss, 16.3.2010 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband