Katrín Jakobsdóttir í Mosó.

Katrin Ja

Þriðjudaginn 9. mars kl. 20:00 verður haldin almennur félagsfundur Vinstri grænna í Mosfellsbæ.

Sérstakur gestur fundarins verður, Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra.

Fundurinn verður haldin í Hlégarði á annarri hæð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Karl minn, æfinlega !

Býstu við því; að Mosfellingar og nágrannar ykkar, Kjalnesingar, taki þessarri lítilmótlegu skelli bjöllu, af einhverjum sérstökum fögnuði ?

Nema; hún hæfi máls á, að biðja landsmenn alla, afsökunar á sukki sínu, með hinni lúmsku Borgarstýru Reykvíkinga; Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, með Milljarðana 13 - 14, eða; hvað þeir nú verða að tiltölu, þá; það monthús (svokallað; tónlistarhús), er fullfrá gengið, ef af verður, á annað borð.

Með beztu kveðjum; þó, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 19:35

2 Smámynd: Karl Tómasson

Heill og sæll ævinlega Óskar Helgi.

Texta þinn er ávalt skemmtilegt að lesa og einnig þankagang.

Eigi mun ég hér tjá mig hér svo gjörla svona fyrirfram um aðsókn manna á fund okkar á degi sem oft er kenndur við þrautir.

Aðal málið er að ráðherra menntamála er tilbúinn að heimsækja okkur sveitamenn og vafalítið munu öldurnar háu sem risið hafa í þjóðmálum undanfarin misseri bera á góma.

Eigi kæmi mér á óvart að fundargesti muni m.a. spyrja ráðherra um niðurskurð í íslenskri dagskrár- og kvikmyndagerð.

Nú er um að gera að bregða undir sér betri fæti, taka þátt í umræðu og ræða við þessa geðugu og eldkláru konu. Er það ekki til alls fyrst að ræða málin og leggja svo dóm sinn á niðurstöðu þess sem úr því kemur?

Getur ekki verið að hús það sem þú villt kalla monthús muni jafnvel verða sannkallaður stökkpallur fyrir listamenn hér á landi út í hinn harða heim listaelítunnar?

Með góðum kveðjum úr sveit mosans frá Kalla Tomm.  

Karl Tómasson, 7.3.2010 kl. 20:34

3 identicon

Heill og sæll; á ný, Karl !

Þakka þér fyrir; fjörleg andsvörin - sem og myndrænar líkingar allar, en,......... ekkert; ekkert, réttlætir Milljarða mokstur Ráðherfunnar (tökuorð; frá S. Stormsker), og Borgarstýrunnar, á nokkurn hátt.

Við erum jú; innan við Þrjú hundruð þúsund hræður - en ekki Þrjár milljónir, hvað þá Þrjátíu milljóna, Mosfellingur góður.

Og; trúa vil ég, að þú vildir, við nánari skoðun, sjá þessum fjármunum ráðstafað, til þeirra, sem þarfnast mest : eins og öryrkjanna og mikið sjúkra, fremur en svona pírum párs, Karl minn.

Fyrir mér; eru þær óræktinni ofurseldar - sem glysinu, þær Katrín, ykkar VG inganna - sem og; Hanna Birna, þeirra Vafninga- Bjarna, svo ég tali nú hreint út, sem jafnan, Mosfellingur góður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, á ný /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 22:05

4 identicon

Það er staðreynd að í öllum samfélögum þarf að vera meira en matur og

húsnæði í boði . Við þurfum öll að borða og sinna nauðsynlegum frumþörfum

en þar að auki er okkur lífsnauðsynlegt að rækta heilbrigða og skapandi

hugsun til þess að auka sköpunarmátt og lífsgleði. Listir og menning eru

forsenda allrar skapandi hugsunar og algeng viðbrögð ráðamanna hjá

menningarþjóðum á krepputímum er að auka framlög til menningar og lista.

Í þeirra augum eru menning og listir forsenda nýsköpunnar í samfélaginu um leið og raungreinar eru tækin til þess að hrinda nýjum hugmyndum í framkvæmd. Það fyrsta sem Obama gerði eftir að hann tók við embætti forseta USA var að auka framlög til menningar því að hans mati er það leiðin út úr kreppunni að styðja við menningu og listir.

Hitt er annað mál að Hanna og Katrín eru ekki öfundsverðar af því verkefni

sem þær fengu í fangið sem er tónlistar- og ráðstefnuhús tengt hóteli.

Verkefni sem upprunalega var einfallt tónlistarhús í Laugardalnum en varð

að mun stærri framkvæmd en tónlistarmenn og tónlistarunnendur óskuðu eftir.

Svona er það stundum þegar að stjórnmála- og fjármálamenn leggja saman

krafta sína að þá verður úr því eitthvað annað en lagt var upp með í byrjun

eða óskað var eftir. Þær eiga báðar heiður skilið að stuðla að því að klára

þessa miklu framkvæmd sem á eftir að verða mikil lyftistöng fyrir íslenskt

tónlistar- og menningarlíf. Líka fyrir Mosfellinga og það á líka eftir að

auka lífsgæði og gleði Óskars Helga Óskarssonar

Hitt er annað mál að maður stendur og gapir eftir frammistöðu formanna

flokkanna í Silfri Egils í dag eftir vel heppnaða þjóðaratkvæðagreiðslu.

Því miður fannst mér Jóhanna og Steingrímur taka óskiljanlega pól í hæðina

gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslunni síðustu daganna fyrir kosningu sem

stuðlaði að hálfgerðu sjálfsmorði ríkisstjórnarinnar. Gagnavart parinu

stóðu "Morphis" drengirnir úr Framsókn og Sjálfstæðisflokki með Bjarna Ben

aurugan upp á olnboga eftir þátttöku í bótasjóðsráni Sjóvá. Mér er það

óskiljanlegt hvernig sá maður fær að ganga um Austurvöll eftir að hafa

gengið erinda þeirra Vafnings- og Milestonemanna og klárað pappírsviðskipti

sem voru forsenda þess að hægt var að ræna sjóðinn. Hann hefur meira segja

viðurkennt að hann hefði hagnast á því ef vel hefði gegnið. Hvernig getur

Katrín umgengist svona menn sem í raun hafa framið glæp sem jafnast á við

það að vera bílstjóri hjá bankaræningjum ?

Eini þingmaðurinn sem mér fannst smá glæta í var Birgitta frá

Borgarahreyfingunni eða heitir það Hreyfingin. (What ever)

En annars var frammistaða þessa liðs til háborinnar skammar.

Það voru greinilega allir sammála um að það átti ekki að tala um;

spillingu, misrétti, spillingu í bönkunum og á Alþingi, óeðlilegar

afskriftir auðmanna, skjaldborg heimilana og mörg önnur mál sem er ofar á

baugi hjá þorra landsmanna en þetta andskotans Icesave sem ég er farinn að

líta á sem leikþátt í boði Alþingis til að beina augum landans frá því sem

máli skiptir í samfélaginu ..... spillingunni og misréttinu.

Ég er fúll þessa dagana með þróun mála og fæ útrás á blogginu þínu Kalli

minn. Bið afsökunnar á því.

Sigurgeir Sigmundsson (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 23:06

5 identicon

Komið þið sælir; enn !

Sigurgeir !

Undir marga punkta þinna; get ég tekið, af einlægni, en......... kröfur, um lífsgleði -  mína; hvað þá lífsgæði, mér persónulega til handa, eru öngvar, ágæti drengur.

Hafi ég; mitt kaffi - sem og tóbak; til venjulegs aðgengis, er ég nokkuð sáttur við lífshlaupið, þó svo; ýmislegt, mætti betur fara, í mínum ranni, svo sem.

Er það ekki; saga okkar flestra, Sigurgeir minn ?

Með; hinum beztu kveðjum, sem áður, og fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 23:38

6 identicon

Er ekki kominn tími á að ólýðræðisarmurinn í VG, Steingrímur, Árni Þór bankasvikari, Björn Valur, Álheiður, og Katrín Jakobs fari heim til Sovétríkjanna.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband