Prófkjörsslagur

Hér á myndbandinu fyrir neðan má sjá tvo miðaldra karlmenn kljást. Sennilega hafa þeir báðir verið ósáttir við niðurstöðuna.

Það verður að segjast eins og er að prófkjörin þessa dagana, virðast mörg hver, vera að enda með ósköpum.

Mannskapurinn fer fram á ákveðin sæti og allt gengur eins og í sögu dagana fyrir prófkjör. Frambjóðendur mæta skælbrosandi sem aldrei fyrr á alla viðburði og standa þétt við hlið hvors annars. Greinum rignir inn í blöðin um eigið ágæti og enda oftast á því að baráttan hafi verið málefnaleg, heiðarleg og skemmtileg.

Prófkjörsdagur rennur upp og niðurstaðan liggur fyrir. Sætið sem sóst var eftir og bjartsýni var að fá er allt í einu orðið eitthvað allt annað. Vonbrygðin leyna sér ekki og fyrr en varir er hin málefnanlega og skemmtilega barátta félaganna orðin að einhverju allt öðru. Hver höndin upp á móti annari, kosningasvik, smölun, persónuárásir. Allt tómt svindl. Ef sætið sem sóst var eftir fæst ekki er jafnvel gengið úr flokknum með stæl. Ef þessi fær sætið mitt, verð ég ekki á þessum lista og svona má lengi halda áfram.

Endirinn verður jafnvel sá að það þarf að raða öllu upp á nýtt og þá kemur sér vel að vera í klíkunni.

Já, prófkjörin geta verið góð og lýðræðisleg eða hvað?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært myndband, sem minnir svolítið á prófkjör Samspillingarinnar hér í Mosó þar sem 1 atkvæði skildi á milli oddvitans og Frjálslyndaflokks gaursins. Hanna Bjartmars alveg brjáluð og dottin út. Samspillingin er verulega vönkuð eftir prófkjörið og Varmársamtakapakkið tapaði og lenti í síðustu sætunum með engin greidd atkvæði. Þvílíkt traust sem það lið nýtur.

kjartan Þór (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 16:06

2 identicon

Gunni box rotaður í Kópavogi. Þorleifur sjálftökusamningamaður í Reykjavík sleginn niður af kvenvargi. Hvað gerist hjá hestamannafélaginu Framsókn hér í Mosó? Nokkuð ljóst að hestamenn munu bæði tapa og vinna. Munu hestamennirnir skeiða fram á völlinn og hnakkrífast. Mikill taðfnykur af Framsókn hér í bæ. Samfylkingin er öll í roti eftir að kjósendur ákváðu að mæta ekki í prófkjörið enda kratar hér í bæ orðnir álíka sjaldséðir og hvítir hrafnar. Mikið hrun framundan þar í komandi kosningum.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 21:09

3 identicon

Hnefaleikar eru hættuleg íþrótt og sömuleiðis eru prófkjörin. Annars finnst mér þetta endalausa dekur við hestamenn hér í bænum ansi þreytandi. Hestamenn munu sjálfsagt flykkjast í prófkjör Framsóknarflokksins hér í bæ og velja áfram sína truntubankara. Sjálfstæðismenn héldu hér glæsilegt prófkjör með dúndrandi mætingu meðan Samfylkingin fékk tæplega botnfylli í kjörkassann. 232 villuráfandi æseif-kratar mættu þótt tekist væri á um oddvitasætið.

Sigríður Sv. (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 22:00

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já prófkjör eru svo sannarlega slagur sem getur orðið ansi ljótur.  Þetta gengur vel hjá okkur, hér eru þrír listar undir listabókstafnum Í það eru Frjálslyndi flokkurinn, Samfylking og Vinstri græn.  Það samstarf hefur gengið mjög vel síðastliðið kjörtímabil.  Og í kynningarbækling sem var sendur út núna er ekki einu sinni getið í hvaða flokki hver frambjóðandi er, þau eru bara Ílistafólk, og ekkert sérstakt sæti tilgreint.  Ég er mjög ánægð með mitt fólk, þessa þrjá flokka. Þetta sýnir að skynsamt og velviljað fólk getur leitt saman hesta sína á faglegan og skynsaman máta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2010 kl. 23:06

5 identicon

Kalli!  Illdeilurnar í Samfylkingunni hér í bæ eru að ná nýjum víddum.  Hanna Bjartmars (rúmlega miðaldra að sögn Valdimars Leó) er vægast sagt frekar fúl yfir útkomunni úr prófkjörinu. Valdimar Leó (miðaldra að sögn Hönnu Bjartmars) er býsna fúll út í Jónas Sig.(miðaldra að sögn Hönnu Bjartmars en ríflega miðaldra ef ráða má í grein Valdimars í Fréttablaðinu í dag.) Hanna vill lækka Valdimar og Valdimar vill lækka Jónas á lista og Jónas vill væntanlega ekki lækka neitt og alls ekki Valdimar sem vill standa í stað en hækka Hönnu í staðinn. Vonandi ertu enn með þráðinn Kalli minn því þetta er að verða býsna flókið því öll töldu þau eftir prófkjörið að listinn væri mjög sigurstranglegur þótt hann væri miðaldra og ríflega miðaldra og Valdimar treysti talningunni svo vel að hann vildi ekki fá endurtalningu þrátt fyrir að aðeins EITT ATKVÆÐI skildi hann og Jónas að þ.e. eitt af þeim 232 sem 20 manns tókst að smala saman innan sinna eigin fjölskyldna. (Þætti frekar léleg mæting ef um 20 fermingarbörn væru að ræða í sameiginlegri veislu, en líkingin kannski ekki heppileg hjá mér því miðaldra fólk og rúmlega það væri sennilega frekar að fagna silfurbrúðkaupi.) Allavegana ég hlakka til að lesa Viðbrögð Jónasar í næstu grein í Fréttablaðinu þetta er orðið mun fyndnara en teiknimyndasagan Pondus sem þó er í miklu uppáhaldi hjá mér.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 06:57

6 Smámynd: Karl Tómasson

Sæl verið þið kæru bloggvinir.

Það virðist sem víða um landið hafi niðurstaða prófkjara sært og svekkt marga. Sem dæmi má nefna á Akureyri, Reykjavík og í Kópavogi.

Vissulega er svo nærtækt dæmið hjá Samfylkingunni hér í Mosfellsbæ en hún er lífleg umræðan í Fréttablaðinu þessa dagana frá þeim bænum.

Svo virðist sem þeir sem höfnuðu í efst sætunum séu farnir að endurraða listanum í Fréttablaðinu. Þá spyr maður, tilhvers var prófkjörið?

Það er leiðinlegt þegar allir liggja í valnum eftir baráttuna eins í boxbardaganum hér að ofan.

Enn og aftur spyr ég. Er þetta lýðræðið?

Karl Tómasson, 24.2.2010 kl. 13:57

7 identicon

Ég þekki góðan slatta af ungu fólki hér í Mosó og ekki einn einasti ´ætlar að kjósa Samspillinguna. Er ekki allir efstu frambjóðendurnir orðni sextíu og eitthvað?  Gamli sörli Gráni er gagnlaus og slitinn söng Megas áður en ég fæddist en sennilega samdi hann textann bæði um Samfylkinguna og Framsóknarflokkinn hér í bæ. Hljómar a.m.k. trúverðugt.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband