fim. 11.2.2010
Sveitastjórnarráðstefna VG í Mosó
Í gærkvöldi, miðvikudag, voru þingmennirnir, Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir með líflegan fund í Hlégarði hér í Mosfellsbæ. Þau fóru vítt og breytt yfir stöðu landsmála og eftir ávörp þeirra var opnað fyrir umræðu og fundargestum gafst kostur á að spyrja þau um allt sem þeim lá á hjarta. Umræðan var lífleg og fróðleg.
Þann 9. mars næstkomandi verður sérstakur gestur á opnum fundi Vinstri grænna í Mosfellsbæ, Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra. Fundurinn verður í Hlégarði kl. 20:00. Fundurinn verður auglýstur nánar síðar.
Sveitastjórnarráðstefna Vinstri grænna verður haldin í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ nú um helgina og hefst á föstudaginn klukkan 17:00.
Dagskráin verður blanda af fyrirlestrum og hópavinnu og lýkur klukkan 15:00 laugardaginn 13. febrúar.
Allir félagar eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá sig til leiks hjá Hermanni Valssyni, hermann.valsson@reykjavik.is.
Dagskrá ráðstefnunnar er svohljóðandi:
Föstudagur 12. febrúar 2010
16.45 Mæting í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ
17.00 Karl Tómasson forseti bæjarstjórnar í Mosfelssbæ
17:15 Erindi um sveitastjórnarmál:
Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga: Fjármál sveitarfélaga
Sigurður Tómas Björgvinsson verkefnistjóri um sameiningu sveitarfélaga: Sameining sveitarfélaga
Drífa Snædal framkvæmdastýra VG: Hugsjónir eru ekki nóg - um allt hitt sem þarf að vera til staðar
Katrín Jakobsdóttir Mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður VG: Kortér í kosningar
Umræður
19.00 Sameiginlegur kvöldverður
20.00 Hópavinna:
Sameining sveitarfélaga
Sameiginlegar áherslur í komandi kosningum
Stuðningur við framboð VG á nýjum stöðum
Fjármál sveitarfélaga
22.00 Fundi frestað til morguns
Laugardagur 13. febrúar 2010
10.00 Hópavinna heldur áfram
12.00 Sameiginlegur hádegisverður
13.00 Niðurstaða hópa kynnt
15.00 Fundi slitið
Athugasemdir
kasta á þig morgunkveðju elsku vinur, gaman að sjá að þú ert duglegur að blogga.
kveðja á fallega heimilið þitt
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.2.2010 kl. 08:00
Ætla Svavar og Indriði ekki að flytja erindi um samningstækni?
Katrín Jakobs hlýtur að vera með kvikmyndagagnrýni um Kanadískar bíomyndir.
Steingrímur J. flytur vonandi tölu um hvernig hjálpa megi Samfylkingunni að troða þjóðinni inn í ESB gegn vilja hennar.
Álfheiður Ingadóttir verður með kennslu í Judo. Bestu brögðin til að buffa lögregluna.
Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.