Gildran 1. maí 2010 í Mosó

Gildran 1. maí 2010 í Mosó

 

Nú er ljóst hvenær við gömlu félagarnir í Gildrunni ætlum að koma saman að nýju og fagna 30 ára samstarfsafmæli.

Laugardagurinn 1. maí 2010 í Hlégarði er málið.

Við hófum okkar samstarf árið 1979 og okkar fyrsta æfingapláss var gamli skúrinn við Hlégarð, þar sem mörg félagasamtök áttu m.a. sitt afdrep. Eins og margir vita, þá stóð það til hjá okkur að gera þetta á nýliðnu ári, enda þá með réttu 30 ár liðin frá okkar upphafi en nokkur óvænt atvik komu í veg fyrir það.

Nú eru allir klárir í bátana og við lofum ykkur öllum, þeim mögnuðustu rokktónleikum sem völ er á.

Sjáumst hress í gamla Hlégarðinum okkar 1. maí 2010.

Ég læt hér fylgja með lag og texta af okkar fyrstu hljómplötu sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur félögunum öllum, Vorbrag.

Textinn er eftir Þóri Kristinsson.

 

Vorbragur

Vaknar allt á vorin
Vermir sólin landið
Grænu laufin borin
Brotið verður bandið

Blíður syngur blærinn
Brosir gulli sólin
Vaknar aftur bærinn
Börnin vantar í bólin

Opin Laugarvegur
Iðar Austurstræti
Digur andann dregur
Dúfa í heiðursæti

Fuglum iðar tjörnin
Fegra loftið sönginn
Brauði kasta börnin
Dapur er nú enginn

Situr bakvið sundin
Esjan undur fríða
Léttist aftur lundin
Dýrðar dagar líða.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru hreint út sagt frábærar fréttir. Mikið ofsalega hlakka ég til og er strax búin að taka frá daginn. 

Þrjátíu ár er ekkert smáræði til að halda uppá og bara á meðan ég skrifa þessi orð stökkva fram minningar frá þessum árum. Það hefur verið gaman að fylgjast með hljómsveitinni í gegnum þessi þrjátíu ár og sjá hana dafna og þroskast.

Hjá mér stendur upp úr tímabilið þegar þið voruð með Gildrumezz prógrammið en ég man líka eftir ykkur síðan á Fimmunni og Duus hús í gamla daga. Ég man líka eftir ykkur á Vík, Akranesi, Keflavík, Grindavík, á Hótel Íslandi, að ég nefni nú ekki í aðalbækistöðvunum Álafoss fötum bezt, en því miður komst ég aldrei á Akureyri með ykkur þó ég væri alltaf á leiðinni ,O)

Það er ómetanlegt að hafa fengið að þvælast þetta með ykkur og kynnast ykkur og eignast ykkur og fjölskyldu ykkar að vinum, enda einstaklega gott og skemmtilegt fólk þar á ferðinni.

Þessir tónleikar verða skemmtileg viðbót við minningarnar og ég veit að það verður stórkostlega gaman, enda er sjaldan sem maður kemst í eins góða stemmningu og á Gildruballi /-tónleikum .O)

Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 22:55

2 Smámynd: HP Foss

Stórkostlegt lag!

HP Foss, 9.2.2010 kl. 23:02

3 Smámynd: S. Lúther Gestsson

það er alveg ómögulegt að fá að vita þetta svona snemma, nú verður maður með kvíðakast í rúma tvo mánuðiyfir að maður kannski komist ekki.

Frábært, og einhvernveginn hreinlega skynjar maður núna strax að þetta verður eitthvað rosalegt.

Eru einhver áform um að endurútgefa safndiskinn sem er búinn að vera ófáanlegur í allt of mörg ár?

S. Lúther Gestsson, 10.2.2010 kl. 02:36

4 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Spennan verður óbærileg eftir þessu. Ég er nokkuð viss um að þetta á eftir að verða sögulegt og verða getið í annálum komandi alda. Ég vona að öllu verði tjaldað til og allt heila dæmið tekið upp live DVD og CD, sem sagt mynd og hljóð.

Guðmundur St. Valdimarsson, 10.2.2010 kl. 06:29

5 identicon

Alveg meeiriiháttar!!  Vonandi verða miðar seldir í forsölu  því á mínum vinnustað er stemning fyrir hópferð. Gildruböllin voru þau bestu. Þvílíkt fjör og nostalgían fer á flug. Alltaf endalausar óvæntar uppákomur og stuð. Gildran er örugglega ábyrg fyrir ansi mörgum hjónaböndum og enn fleiri barneignum. Einhvernveginn slepptu allir fram af sér beislinu og skemmtu sér konunglega. tilhlökkun og gleði er efst í huga mér. Bjartir dagar framundan í Mosó í annars niðurdrepandi kreppustemningu sem allstaðar virðist hanga yfir í þjóðfélaginu. Látum Gildruna rokka yfir kreppuna.

Sigríður Sv. (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 21:01

6 Smámynd: steinimagg

Er ekki örugglega skyldumæting?

steinimagg, 10.2.2010 kl. 21:49

7 Smámynd: Karl Tómasson

Takk fyrir komuna til mín kæru vinir.

Það er óhemju stemning fyrir þessum tónleikum okkar og hún er einnig mikil hjá okkur félögum.

Nú hafa þessir tónleikar legið í loftinu hjá okkur um nokkurt skeið og eins og ég skrifaði hér fyrir ofan eru nú allir klárir í bátana.

Þetta verður óhemju skemmtilegt fyrir okkur Gildrufélaga að leika öll okkar lög á þessum tónleikum eftir margra ára hlé frá tónleikahaldi.

Vonandi sjáumst við sem flest.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm. 

Karl Tómasson, 11.2.2010 kl. 00:01

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottir, vildi að ég væri ekki svona langt í burtu.  Gott gengi segi ég nú bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2010 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband