Íbúaþing um sjálfbæra þróun í Mosfellsbæ

Mosó 2Undanfarið hefur staðið yfir hjá Mosfellsbæ undirbúningur á íbúaþingi um sjálfbæra þróun. Þingið er eins og gefur að skilja öllum opið.

Mosfellsbær býður ykkur til íbúaþings um sjálfbæra þróun í Mosfellsbæ. Íbúaþingið verður haldið í aðalsal Lágafellsskóla, þriðjudaginn 9. febrúar kl. 20:00-22:00.
Þingið er haldið í tengslum við vinnu bæjaryfirvalda við endurskoðun Staðardagskrá 21 í Mosfellsbæ og þeirri gerð aðgerðaráætlunar sem nú stendur yfir og bæjaryfirvöld munu horfa til næstu árin.

Tilgangurinn er að leita eftir skoðunum og hugmyndum íbúa varðandi sjálfbæra þróun sveitarfélagsins, og hafa þær til hliðsjónar við endurskoðunina.

Allir íbúar bæjarins, þar á meðal fulltrúar félagasamtaka, stofnana og fyrirtækja, eru hvattir til að mæta og stuðla að lifandi umræðu um sjálfbæra þróun í Mosfellsbæ. Nánari upplýsingar veitir Tómas Gíslason umhverfisstjóri í s. 525 6700 eða
tomas[hja]mos.is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ef yfirvöld viðkomandi sveitarfélaga taka mark á því sem fram kemur á svona fundum, en halda þá ekki aðeins til að bæta við á afrekaskrá sína, er svona lagað mjög af hinu góða. Hef ekki rétt sem er neina ákveðna hugmynd í þessa átt og svo sem ekki nema óljósan skilning á því hvað felst í sjálfbærri þróun sveitarfélags, enda get ég ekki komið því við að vera með ykkur í kvöld.

Ef til vill hefði verið vænlegra til árangurs að kynna fyrst myndarlega hvað við er átt með sjálfbærri þróun þannig að sveitungarnir gætu látið verkefnið malla í undirvitundinni og halda síðan hugmyndafund.

Stimpilorð eins og „Staðardagskrá 21“ og „sjálfbær þróun í Mosfellsbæ“ eru í mínum huga einhver svífandi ógangsæ hugtök sem hafa sjálfkrafa enga meiningu. -- Í þessu efni, eins og svo mörgum öðrum, finnst mér alvarlega skorta á markvissa kynningu meðal almennings, þó svo einhver þröngur kaffihópur viti hvað verið er að tala um.

En ég óska góðs gengis.

Og honum bróður þínum líka. Ég er viss um að það var skaði fyrir „sjálfbæra þróun í Mosfellsbæ“ að missa hann og starfsemi hans austur fyrir fjall.

Sigurður Hreiðar, 9.2.2010 kl. 09:57

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Langar að benda á bækur um sjálfbærni, sem gætu verið efni í slík þing. Það eru t.d. bækur Michael H. Schuman Going Local, Small mart revolution og fleiri. Kannski ráð að fá hann sjalfan til að halda seminar.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2010 kl. 11:46

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef menn vilja skoða þessi mál í alvöru, þá eru menn, sem hafa veitt þessu mikla hugsun og náð árangri. Í stað þess að reyna að finna upp hjólið hér heima, er skynsamlegt að fá að heyra í þessum sérfræðingum og sjá hvort hugmyndir þeirra fallið að umhverfi ykkar.  Ég tel nauðsynlegt að við forðumst bæði forsjárhyggju ríkisins og ofurvaldi auðhringa. Það er til meðalvegur, sanngirni og sjálfbærni. ég er sannfærður um það. Það þarf bara litla og hljóða byltingu. Mosó er tilvalinn byrjunarreitur.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2010 kl. 11:52

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er ekki nóg að hlda basara og sprotanámskeið. Það þarf að vera jarðvegur fyrir slíkt, svo það geti blómstrað. Þessvegna þarf prinsippbreytingar. Nýja hugsun um heildarfyrirkomulag. Annað er bara óskipulagt káf, sem festir ekki rætur.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2010 kl. 11:56

5 identicon

Ég er sammála þér Jón Steinar. Venjulega eru svona stjórnvaldsfundir óttalegt klám. Hér í Mosfellsbæ koma venjulega sama fólkið gasprandi um hundleiðinlega og ómerkilega hluti. (lesist Varmársamtök Samfylkingarinnar) og eyru allra lokast. Það þarf að virkja áhugafólk um íbúalýðræði og náttúruvernd svo slík sjónarmið nái að heyrast. Annars vil ég hrósa bæjarstjórnarflokkunum fyrir að hafa staðið sig vel í að tala við hinn almenna bæjarbúa ólíkt því sem var þegar Samfylkingin var hér í leiðtogahlutverki og bærinn rambaði á barmi gjaldþrots og leiðtogarnir höguðu sér eins og konungsbornir væru í fílabeinsturninum sínum. Reyndar er Samfylkingin og Frjálslyndi flokkurinn í einhverskonar sambræðingi fyrir þessar kosningar svo e.t.v. sjáum við mosfellingar ´hægri sinnaða Samfylkingu en vinstri menn eiga þó alltaf sterkan flokk VG til að leyta í.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband