Til hamingju stóri brósi

Bróðir minn, Björgvin Tómasson, var útnefndur iðnaðarmaður ársins 2009 en hann er orgelsmiður og með verkstæði sitt á Stokkseyri.

Um árabil var verkstæði hans í fjósinu á Blikastöðum hér í Mosfellsbæ. Þar var ég um tíma starfsmaður hjá honum og var fróðlegt að kynnast því hvernig risastór hljóðfæri eins og pípuorgel verða til. Pípuorgel geta jafnvel stundum verið nokkur ár í smíðum enda mikið nákvæmnisverk á allan hátt að hanna, smíða og setja slík hljóðfæri saman. 

Hljóðfæri Björgvins eru nú komin eitthvað á þriðja tugin og hljóma í kirkjum víða um landið.

Digraneskirkju orgelið

Eitt af hljóðfærum Björgvins er í Digraneskirkju í Kópavogi

 

 


mbl.is Stóðu sig vel á sveinsprófi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Já til hamingju með Björgvin, hann er svo sannarlega vel að þessu kominn, þessi smíði hans er svo mögnuð að mér sem iðnaðarmanni finnst að hann ætti í raun að tilheyra einhverju lengra komnu en iðnaðarmennsku. Hefði kannski átt að vera iðnmeistari ársins.

Oft hef ég skoðað verkin hans Björgvins og eru þau eins og konfekt í augum trésmiðsins, slíka völundarsmíð er erfitt af finna nú á dögum.
Heimsóknir á verkstæði hans á Blikastöðum voru alltaf fróðlegar og margt að sjá.

Á Blikastöðum var ég að vinna reyndar á undan Björgvin, vann hjá Dynskógum, fyrirtæki sem framleiddi sumarhús af vönduðustu gerð. þar sem við Kalli kynntumst þann 1. apríl 1989.

Því hef ég áður lýst og Blikastaðirnir verða mér alltaf kærir. Kynni mín af Mosfellingum hófust þar, húsráðendurnir Sigsteinn og Helga eru í hópi þess fólks sem gerir mann ríkari. Hádegisverðirnir hjá Helgu eru mér í fersku minni þar og umræðuefnið virtist einhvernvegin óþrjótandi, þannig var Helga, eins og maður hefði alltaf þekkt hana.  Og ef Sigsteinn heyrði ekki í fréttunum fyrir masinu í okkur Helgu, þá hækkaði hann  þangað til við Helga urðum að játa okkur sigruð.

Allt stóð eins og stafur á bók hjá Sigsteini, ekkert var ómögulegt, snyrtimennska var honum mikið atriði og var ég honum innan handar við létt viðhald á gömlu húsunum vorið 1990.
Þegar hann skrifaði síðustu ávísunina handa mér, áður en ég fór í sveitina mína horfi hann á mig og sagði, "ég hefði viljað að þetta væri meira"...en ég þurfti í heimahagana.

Mér þykir vænt um þetta fólk og þegar ég heyri talað um Mosfellinga, þá sé ég fyrir mér þessa manngerð, Sigsteinn, Helga, Kalli, Lína, Björgvin og Jónas Sig, eru í svona eðalmanngerðir sem maður finnur ekki á hverju strái.

HP Foss, 7.2.2010 kl. 20:32

2 identicon

Þú mátt vera afar stoltur af bróður þínum Karl. Innilega til hamingju með hann. Þarf greinilega að kynna mér verk Björgvins betur. Sammála þér að hann er miklu meira en iðnaðarmaður. Það þekkjum við sem höfum lært mikið um falleg handverk í listinni og þjóðmenningunni. Áttu meira af myndum um verk hans. Myndi vilja kynna mér þau. Er með aui@aui.is

Sólveig Dagmar Þórisdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 01:57

3 Smámynd: steinimagg

Já hann er snillingur.

steinimagg, 8.2.2010 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband