Blómstrandi menning í Mosfellsbæ

Næstu helgi verður haldið hér í Mosfellsbæ, landsmót lúðrasveita. Ein af skrautfjöðrum Mosfellsbæjar um áratuga skeið er lúðrasveitin okkar sem stofnuð var fyrir rúmum 40 árum af Birgi D. Sveinssyni.

Nokkrum sinnum hef ég skrifað um það mikla og merka starf sem Birgir, ásamt frábærum kennurum lúðrasveitarinnar hafa unnið um árabil fyrir allt menningarlíf bæjarfélagsins. Núverandi stjórnandi hljómsveitarinnar, Daði Þór Einarsson var m.a. alinn upp hjá Birgi í lúðrasveitinni.

Mosfellsbær státar af fjölmörgum frábærum listamönnum og er það algerlega ómetanlegt fyrir hvert bæjarfélag að hafa öflugt og gott menningarlíf. Lúðrasveitin á vafalítinn þátt í því hvað varðar tónlistina að minnsta kosti.

Ég set hér inn nokkrar gamlar og nýlegar myndir sem ég á í fórum mínum úr menningarlífi bæjarins. Þær eru valdar af handahófi úr stóru myndasafni mínu og vissulega aðeins brot af öllu menningarstarfinu eins og gefur að skilja.

Lúðrasv. 10+

Myndin er tekin fyrir nokkrum árum síðan af lúðrasveitinni og Birgi D. við minnisvarða af ömmu minni og afa við Varmárskóla. Efst á myndinni til hægri er söngkonan, Íris Hólm, sem syngur nú í úrslitakeppni söngvakeppni sjónvarpsins.

Daði 2

Daði Þór Einarsson, stjórnandi lúðrasveitarinnar.

Gömlu 

Gamlir lúðrasveitarfélagar ásamt Birgi D. Myndin er tekin á 40 ára afmæli sveitarinnar.

k55

Þorkell Jóelsson, einn af kennurum lúðrasveitarinnar um margra ára skeið með Birgi í gamla miðasölu búrinu í Hlégarði.

Reynir Sig

Slagverksleikarinn og kennari minn Reynir Sigurðsson.

María

Hver þekkir ekki þessa konu? María í einum af fjölmörgum hlutverkum sínum fyrir Leikfélag Mosfellssveitar.

Dóra leikf

Dóra Wild, dóttir Maríu hér á myndinni fyrir ofan, einnig í einu af fjölmörgum hlutverkum sínum fyrir leikfélagið.

Símon

Símon Ívarsson gítarleikari og fyrrum bæjarlistamaður Mosfellsbæjar.

Palli

Páll Helgason stjórnar hér einum af þeim fjölmörgu kórum sem hann hefur stjórnað í bæjarfélaginu.

Bjarki og Steingr

Bjarki Bjarnason rithöfundur færir Steingrími J. Sigfússyni, Sögu Mosfellsbæjar.

Steinunn

Steinunn Marteinsdóttir á Hulduhólum við eitt sinna verka. Steinunn er fyrrum bæjarlistamaður Mosfellsbæjar.

Mynd Mos

Guðný Halldórsdóttir fyrrum bæjarlistamaður Mosfellsbæjar ásamt bæjarstjóra, formanni menningarmálanefndar og forseta bæjarstjórnar.

Picture 068

Myndin er tekin eftir stofnun Listaskólans.

Untitled-1

Myndin er tekin á vinnustofu Þóru Sigurþórsdóttur, leirlistakonu.

Stefnir 2

Heiðursfélagar Karlakórsins Stefnis. Davíð Guðmundsson, Sigsteinn Pálsson og Þórður Guðmundsson.

Bæjarl Herd

Bæjarlistamennirnir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Guðrún Tómasdóttir. Þessa skemmtilegu mynd tók Herdís Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi.

Jónas Þórir

Jónas Þórir.

Hljómur

Hljómurinn, Hilmar og Gústi.

Untitled-4++

Gildran.

Sigurrós +

Sigur Rós.

Sigurður

Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar, Sigurður Ingvi Snorrason.

 

Eins og ég nefni hér að ofan er þetta engan vegin tæmandi listi eða myndir af öllum þeim góðu listamönnum sem starfa í bæjarfélaginu, aðeins brot.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir bæjarlistamenn Mosfellsbæjar.

1995: Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
1996: Leikfélag Mosfellssveitar
1997: Inga Elín Kristinsdóttir
1998: Sigrún Hjálmtýsdóttir
1999: Sigurður Þórólfsson
2000: Karlakórinn Stefnir
2001: Sigur Rós
2002: Anna Guðný Guðmundsdóttir
2003: Steinunn Marteinsdóttir
2004: Guðrún Tómasdóttir og Frank Ponzi
2005: Símon H. Ívarsson
2006: Jóhann Hjálmarsson
2007: Ólöf Oddgeirsdóttir
2008: Guðný Halldórsdóttir
2009: Sigurður Ingvi Snorrason


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

Hér er allt með kyrrum kjörum.

steinimagg, 7.2.2010 kl. 01:35

2 identicon

Já Hallsteinn minn. Meðan Blogglúðrasveit Samfylkingarinnar er að reyna ná lúðrunum upp úr kokinu á sér eftir prófkjörið stillir Kalli kanónurnar og veit varla hvert hann á á miða því skotmörkin eru útum allt á víðavangi með buxurnar á hælunum.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband