Stiklað á stóru

Bæj­ar­mál­in hafa geng­ið vel í Mos­fells­bæ, þrátt fyr­ir að hér, líkt og í öðr­um bæj­ar­fé­lög­um, hafi þurft að grípa til ráð­staf­ana í kjöl­far efna­hags­hruns­ins. Marg­ar af þeim ákvörð­un­um voru erf­ið­ar og í slíku ár­ferði skipt­ir öllu máli að for­gangsr­aða rétt og það hafa bæj­ar­yf­ir­völd kapp­kost­að að gera. Fyrst og síðast hef­ur ver­ið reynt að standa vörð um skóla, fjöl­skyldu- og vel­ferð­ar­mál.

 

F1000034

 

Birna með fjallkonunni á miðbæjartorginu fallega

 

 

 

* Bygging glæsilegs Krikaskóla

* Framhaldsskóli hóf störf í Mosfellsbæ 

* Undirritun viljayfirlýsingar um byggingu sjúkrahúss og hótels

* Nýtt og vandað miðbæjarskipulags kynnt 

* Ævintýragarðurinn og hugmyndir um hönnun hans kynntar 

* Nýtt hjúkrunarheimili í burðarliðnum 

* Verðlaunatillaga á byggingu nýrrar kirkju og menningarhúss kynnt 

* Ný reiðhöll tekin í notkun

 

 

Picture 1573

 

Vígsla miðbæjartorgs og útilistaverksins sem þar er

 

Hér nefni ég nokk­ur verk­efni sem rísa hátt hjá okk­ur Mos­fell­ing­um. Fyrst nefni ég nýj­an og glæsi­leg­an Krika­skóla, sem er óð­um að taka á sig mynd. Fram­halds­skól­ann okk­ar lang­þráða sem tók til starfa í gamla Brú­ar­lands­hús­inu síð­ast­lið­ið haust.

 

Picture 2064

 

Fyrsta skóflustunga Krikaskóla

 

Ný­lega sam­þykkti mennta­mála­ráð­herra að fram færi sam­keppni um hönn­un skól­ans á nýj­um stað svo ljóst er að ríki­stjórn­in mun ekki fresta áform­um um bygg­ingu hans. Í haust var und­ir­rit­uð vilja­yf­ir­lýs­ing um upp­bygg­ingu sjúkra­húss og hót­els sem mun sér­hæfa sig í mjaðma- og hnjá­liða­að­gerð­um. Þar er um að ræða verk­efni og starf­semi af þeirri stærð­ar­gráðu að líkja má við grett­is­tak fyr­ir allt okk­ar sam­fé­lag. ´

Nýtt og vand­að mið­bæj­ar­skipu­lag er nú í aug­lýs­inga­ferli. Þar hef­ur vand­lega ver­ið gætt að halda í græn svæði.

 

Minnisvarði

 

Afhjúpun minnisvarða í tilefni aldarafmælis UMF Aftureldingar

 

Hug­mynda­sam­keppni Æv­in­týra­garðs­ins ligg­ur nú fyr­ir og þar komu marg­ar spenn­andi til­lög­ur fram. Æv­in­týra­garð­ur­inn er tal­andi dæmi um áhersl­ur bæj­ar­yf­ir­valda í um­hverf­is­mál­um en stærð hans, um­fang og stað­setn­ing mun hafa mikla sér­stöðu í bæj­ar­fé­lag­inu. Nú hyllir loks undir að byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ verði hrynt í framkvæmd en félagsmálaráðherra vinnur þessa dagana við framkvæmdaráætlun um  það og fjármögnun þess. Kynnt hef­ur ver­ið sú til­laga sem bar sig­ur úr být­um í hönn­un kirkju- og menn­ing­ar­húss og virð­ist al­menn ánægja ríkja um hana.

 

Stöð 2 viðtal

 

Í viðtali á Stöð 2 vegna fyrirhugaðs sjúkrahúss

 

Hér hef ég stikl­að á okk­ar stærstu mál­um. Þau um­fangs­minni eru okk­ur einn­ig að sjálf­sögðu hug­leik­in en of langt mál að telja þau upp hér.

 

Íþrótta- og úti­vist­ar­að­staða Mos­fells­bæj­ar er tví­mæla­laust ein af okk­ar stærstu skraut­fjöðr­um og alla tíð hef­ur ríkt mik­ill ein­hug­ur hjá bæj­ar­yf­ir­völd­um að slaka ekk­ert á í stuðn­ingi við upp­bygg­ingu henn­ar. Nýj­asta dæm­ið er ný og glæsi­leg reið­höll á Varm­ár­bökk­um sem tek­in var í notk­un í nóv­emb­er­mán­uði. Fé­lag­ar í Hesta­manna­fé­lag­inu Herði eiga mikl­ar þakk­ir skild­ar fyr­ir upp­bygg­ingu henn­ar en fjöldi sjálf­boða­liða lagði nótt við dag við að reisa hana.

 

bjalla

 

Vígsla Brúarlandsskóla

 

Ekk­ert er dýr­mæt­ara í öllu íþrótta- og tóm­stunda­starfi en áhuga­samt fólk sem er til­bú­ið að leggja sitt af mörk­um til að efla það. Við Mos­fell­ing­ar meg­um vera þakk­lát­ir og stolt­ir af  því fjöl­marga góða fólki sem starf­ar á þeim vett­vangi. Stærsta íþróttafélag Mosfellsbæjar er Ungmennafélagið Afturelding og eins og flestir vita fagnaði félagið aldarafmæli á nýliðnu ári. Af því tilefni var m.a. hafist handa við ritun á sögu félagsins. Bókin sem kom út nú á afmælisárinu er hátt í 400 bls og full af fróðleik um þetta merka íþróttafélag. Bókin sem er skrifuð af Bjarka Bjarnasyni og Magnúsi Guðmundssyni.

 

Picture 1045

 

Ein gömul úr kosningabaráttunni 2006. Árin eru fljót að líða

 

Nú er hið pólitíska litróf  farið að mótast af væntanlegum bæjar- og sveitarstjórnarkosningum. Stjórnmálaflokkarnir eru nú hver af öðrum að undirbúa þá baráttu sem í hönd fer. Samfylkingin hefur lokið sínu prófkjöri og var mjótt á mununum á milli Jónasar Sigurðssonar og Valdimars Leós Friðrikssonar í baráttunni um efsta sætið. Hinir tveir einstaklingarnir sem gáfu kost á sér í oddvitasætið komust ekki á blað á meðal þeirra efstu. Prófkjör Sjálfstæðismanna verður nú um helgina og virðist sem helsta baráttan sé þar um annað sætið. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri gefur einn kost á sér í það fyrsta. Framsóknarmenn efna til prófkjörs í lok mánaðarins. Hjá Vinstri grænum vinnur nú þessa dagana uppstillingarnefnd við uppröðun á listann.

    

Allt sam­starf á vett­vangi sveit­ar­stjórn­ar­inn­ar bygg­ir á gagn­kvæmu trausti og virð­ingu. Ef það er haft í heiðri tekst vel til, líkt og raun­in hef­ur ver­ið á þessu kjör­tíma­bili.

 

Við vinstri græn höf­um sann­ar­lega lagt okk­ar af mörk­um og mun­um ganga með ánægju til næstu bæj­ar­stjórn­ar­kosn­inga að loknu far­sælu kjör­tíma­bili sem við er­um stolt af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þessi upptalning á góðum verkum ber það með sér að nú styttist í nýjar bæjarstjórnarkosningar. Hún segir mér það helst að þegar unnið er saman af heilindum og gagnkvæmri velvild geta stjórnmálaöfl unnið vel saman, þó samkvæmt viðurkenndum skilgreiningum séu þau sitt af hvorum jaðrinum.

Sigurður Hreiðar, 5.2.2010 kl. 10:33

2 identicon

Mikil ánægja hjá mosfellingum með þessa góðu bæjarstjórn. Allstaðar heyri ég hrósyrði um hversu vel hefur tekist til um stjórn bæjarins. Þegar Samfylkingin fór fyrir vinstri stjórninni hér í bænum var bæjarfélagið í gjörgæslu vegna gríðalegrar óstjórnar í fjármálum bæjarins. Mosfellsbær var á hraðri leið til Álftaness en Haraldur og Karl hafa heldur betur snúið dæminu við. Prófkjör Samfylkingarinnar á dögunum með 232 hræður sem tóku þátt þrátt fyrir að tekist væri á um oddvitasætið hlýtur að sýna ótvírætt fylgishrun hjá þeim hörmulega flokki sem er að kollkeyra íslandi með spillingu og óstjórn svo ekki sé talað um Icesave og ESB bullið.

Þórir kristinsson (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 12:31

3 Smámynd: Karl Tómasson

Kæru Sigurður Hreiðar og Þórir, takk fyrir komuna hingað til mín.

Ég segi hér eins og oft áður

Allt sam­starf á vett­vangi sveit­ar­stjórn­ar­inn­ar og í hverju sem er bygg­ir á gagn­kvæmu trausti og virð­ingu.

Ef það er haft í heiðri tekst alltaf vel til.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 5.2.2010 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband