Fundi frestað

VG Mos 10Fyrirhuguðum fundi og heimsókn, Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra, sem ég skrifaði um hér að neðan, hefur verið frestað um mánuð.

Fundurinn verður þann 9. mars.

Hann verður auglýstur nánar síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrapp Ráðherrann aftur í bíó til Kanada með vinkonu sinni eða var hún að gera  nýja bók eftir bróður sinn að skyldulesningu í framhaldsskólum, svo rándýra að kennarar hafa þurft að biðja nemendur afsökunar.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 16:50

2 Smámynd: Karl Tómasson

Þegar stórt er spurt.

Ja, eitthvað var það. Hvað kostaði bókin Þórir og á hvaða mynd fór hún? Varla Bjarnfreðarson, hún er sýnd í Tónabíó.

Karl Tómasson, 3.2.2010 kl. 18:45

3 identicon

Næfurþunn bókin kostar víst 4000 kr. En sennilega sá Katrín ekki Bjarnfreðarson á Kanadísku kvikmyndahátíðinni. How to spend taxpayers money var sennilega titillinn á myndinni sem hún sá. Sannarlega enginn Ögmundur hún Kata.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 20:08

4 Smámynd: Sigga Hjólína

Æ, komm ooooon Þórir. Hún er nú einu sinni menntamálaráðherra. Vertu ekki svona öfundsjúkur. Og þetta get ég sagt án þess að vera VG. Mér finnst nú almennt vera frekar blóðugt hvað við foreldrar og forráðamenn þurfum að punga út fyrir bókum menntskælinga. Mér sýnist 4 þús vera bara normið í dag. Það kostaði litlar 100 þúsund krónur í haust fyrir okkar 4 sem eru í menntaskólum . Þetta er ekki venjulega dýrt. Ein lítil plastmappa fór næstum því í innkaupakerruna í fyrradag þar til undirrituð sá verðið á gripnum. 498 krónur! Nei takk fyrir. Rán. Við skulum ekki byrja að ræða svona hrylling takk fyrir.

Sigga Hjólína, 3.2.2010 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband