Fésarar

Nýlega var opnuð fésbókarsíða mér til heiðurs. Af þessu frétti ég þegar þó nokkur umræða hafði átt sér stað á henni og margir vinir komnir á hana, m.a. mætir Mosfellingar.

Loks þegar ég var búinn að afla mér upplýsinga um hvernig ég gæti nú blandað mér í umræðuna á síðunni, var allt lok, lok og læs.

Ég vil nota tækifærið og þakka þeim sem gerðust vinir mínir á síðunni um leið og ég frábið mér aðstoð sem þessa til að komast á feisið.

Maður verður bara að feisa þetta eins og karlmaður.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

 þetta fór alveg fram hjá mér :-)

steinimagg, 2.2.2010 kl. 19:11

2 Smámynd: Karl Tómasson

Ert þú fésari frændi?

Karl Tómasson, 2.2.2010 kl. 19:25

3 Smámynd: HP Foss

Uss,uss, meira uppátækið.....ég vona að þú haldir þig við bloggið því þeir sem blanda þessu saman eiga það til að enda með blogg sem er óskiljanlegt sjálfsraup..eins og dæmin sanna, skrif sem ómögulegt er að skilja.....og erfitt að lesa. Maður getur hæglega fengið lesblindu af slíkum lestri.

Haltu þínu striki Kalli!!

HP Foss, 2.2.2010 kl. 19:56

4 identicon

ja það er ekki öll vitleysan eins og hlýtur þetta fólk að haf afskaplega mikin tíma til aflögu Kalli. Best að pæla sem minnst í svona.

sandkassi (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 20:44

5 Smámynd: steinimagg

já ég er á andlitsbókinni en skrifa mjög sjaldan, hef mest gaman að því að sjá hvað aðrir eru að gera, Skipperinn var td að fylla öskutunnu nágrannans :-)

steinimagg, 2.2.2010 kl. 21:04

6 identicon

ég er nú reyndar dottin í fésbókina líka í ofanálag við bloggið og myspace en að vera að halda úti svona fésbókargrúppu ein og Kalli talar um, þá segi ég nú bara við svo einbeitta aðila; "get a life".--:)

Peace,,,, 

sandkassi (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 21:47

7 identicon

Já þetta er nokkuð merkilegt og í ljósi þess að grunur leikur á að þú hafir átt þátt í að stofna Fésbókarsíðu undir mínu nafni og með mynd af mér... ef ekki þú sjálfur þá einhver af þínum samstarfsmönnum í blekkingarleikjum eins og áður hefur verið upplýst.

Mitt mál er í rannsókn og kemur vonandi hið sanna í ljós... en það sem mér leikur forvitni á er að ég sé ekkert á google um þessa síðu sem þú segir að hafi verið stofnuð þér til heiðurs en ekki undir þínu nafni, eins og var gert í mínu tilfelli.

Það var hægt að gúggla fölsuðu fésbókarsíðuna sem var gerð í mínu nafni lengi á eftir... en þín finnst ekki ?

http://www.facebook.com/people/Olafur-I-Hvarfi/100000605723590?ref=search

Hér er mynd af síðunni: http://or.blog.is/blog/or/entry/1006108/

Það væri gaman að sjá linkinn á þessa síðu sem þú segir að hafi verið gerð þér til heiðurs en ekki undir þínu nafni..  nema þú sért að segja ósatt, enda væri það ekki óvenjulegt þegar þú ert að fela slóðina eftir þig og kasta ryki í augu fólks:

http://or.blog.is/blog/mos/entry/1010601/ 

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 22:59

8 identicon

Sæll Ólafur,

Ég tek framm að ég vil ekki gera lítið úr málflutningi þínum en þó eru spurningar sem ég myndi vilja fá svarað í þessu sambandi.

Þar sem að ég er með alþjóðlegar vottannir í stjórn, uppsetningu og hönnun netkerfa, þá leikur mér nú forvitni á að vita hvernig þú tengir IP tölur við Karl Tómasson? það er nefnilega ekki eins einfalt og margir halda.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem umræða af þessu tagi fór fram hér á blogginu og eftir 100 og eitthvað pósta þurfti viðkomandi að viðurkenna fyrir mér og öðrum að hann hefði í raun enga vissu fyrir málinu.

Þannig að spurningin er þessi, hvernig fórstu að því að ákvarða að Karl Tómasson eða einhver af hans samstarfsmönnum hafi stofnað umræddan facebook vef?

í vinsemd

Gunnar

sandkassi (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 23:15

9 identicon

Ég tek fram að á bak við eina (oft kallað C klassa net) IP tölu eru 256 IP tölur, þetta geta síðan verið 256 net, hvert þessara 256 neta er með 256 IP tölur á bak við sig.

Hvernig var gengið úr skugga um að ekki væru á ferðinni aðilar af sama neti?

sandkassi (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 23:19

10 identicon

Sæll Gunnar,

hvað varðar grun um að Karl tengist mínu tilfelli og gamlir samstarfsaðilar hans er langt mál, þó má finna einhver rök fyrir því í grein sem ég linka einnig inná hér fyrir ofan.. það er einfaldlega í ljósi sögunnar þar sem áður hafa verið falsaðar staðreyndir af Karli og félögum til að koma á mig og aðra höggi vegna þess að ég tók upp á því að fjalla um meðferð fjármuna úr bæjarsjóði Mosfellsbæjar og varð fyrir ófrægingarherferð í kjölfarið...

http://or.blog.is/blog/mos/entry/1010601/ 

Hvað Ip tölur varðar er ágætt að skoða þau tákn sem nú birtast hjá moggabloggi við þá sem eru á ip tölum en óskráðir sem bloggarar... þessi tákn eru alltaf þau sömu þegar þau koma frá sama router og það langt aftur í tímann... þannig að það er ekki erfitt að rekja ip töluna eins og þú veist til föðurhúsanna... það er væntanlegra flóknara dæmi ef tölurnar koma úr stórum netkerfum þar sem fjöldi fólks notar kerfið. 

Ég er ekki sérfræðingur eins og þú en hef þó unnið við að setja upp Voip routera og þurft að huga að Ip málum og þekki eitthvað til.... þess vegna er verið að rekja IP töluna sem er að baki skráningu á fésbókinni sem var fölsuð í mínu nafni.

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 23:34

11 identicon

Já, ég er hræddur um að ég verði að valda þér nokkrum vonbrigðum með kenninguna þótt það sé mér þvert um geð. Það er nefnilega svo að þú sérð bara routerinn, þú sérð ekki bak við routerinn en á bak við hann eru þess vegna þúsundir tölva.

Hvorki Facebook né blog.is eru mjög fullkomnir vefir og get ég lofað þér því að enginn hefur farið með netscanner á umræddar IP tölur á þeirra vegum þrátt fyrir meint misferli sem þú talar um, þá þarf gríðarlegt mál til þess að það sé gert.

IP tala (router sem dæmi, eldveggur, proxy, alls kyns þjónustur eða jafnvel internetþjónustuaðili) getur þess vegna þýtt allt Suðurland ef út í það er farið.

Þannig er þetta nú, nema að þú færir fram haldbær gögn í málnu i ofanálag við þau skrif sem þú vísaðir í, þá er ég hræddur um að þú verðir að bakka með þessa tilgátu.

sandkassi (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 23:43

12 identicon

En ef að þú færir fram rök sem bendla Karl við þetta þá skal ég glaður leggja blessun mína yfir það. Því miður er ekki einu sinni remotely svo ég sletti nú, sem sagt ekki fræðilegur möguleiki að bendla Karl við þetta samkvæmt þessum heimildum.

sandkassi (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 23:48

13 identicon

Þú veist það Gunnar að Facebook eins og blog.is er með log skrár yfir þær ip tölur sem koma inn á þeirra kerfi... ef að innskráningin í mínu tilfelli kemur úr kerfi segjum af stórum vinnustað er erfitt að sanna hvaða tölva er að baki, en ef að um heimarouter er að ræða er ekkert vandamál... enda gæti blog.is ekki notað táknakerfið nema styðjast við IP tölur frá viðkomandi routerum.

Ég er bjartsýnn á að málið upplýsist þó að kerfið sé seinvirkt sökum persónuverndar, en gagnasöfnun hefur farið fram og facebook er búið að gefa grænt ljós á ferlið...  það verður að segjast eins og er að þetta mál hefur ekki forgang í kerfinu... ætli það sé ekki nóg að gera hjá yfirvöldum í kæruferlum vegna vanhæfra stjórnmálamanna og siðlausra viðskiptamanna :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 00:02

14 Smámynd: Karl Tómasson

Kæru vinir takk fyrir komuna til mín.

Gunnar Waage, gamli tónlistarfélagi gaman að heyra frá þér.

Satt að segja botna ég ekkert í þessum tölvufræðum þínum og þeim möguleikum sem fyrir hendi eru til að uppljóstra alla þá glæpi sem Ólafur vill meina að eigi sér stað í netheimum okkar Mosfellinga.

Fyrst og síðast er gaman að heyra frá þér gamli félagi og takk fyrir komuna til mín.

Kalli Tomm

P.s. Annars Ólafur í Hvarfi. Þú og félagar þínir, Valdi Sturlaugz, Smjerjarmur, Marteinn Mæti Mos, Konstantín og Varmársamtökin, endilega auglýsið ykkar síðu annarsstaðar en hjá mér.

Plássið er dýrt á þessum slóðum.

Hafðu það gott gamli vinur.

Karl Tómasson, 3.2.2010 kl. 00:03

15 identicon

Karl... hvers vegna kemur yfirlæti þitt mér ekki á óvart  ? :)

Það er langt síðan að ég uppgötvaði að málefni og  rök eru ekki þér að skapi, hvað þá sannleiksást :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 00:12

16 identicon

Ólafur, það breytir engu hvernig router þú ert að tala um og eru routerar í heimahúsum ansi öflugir en ef þú þekkir einhvern sem getur hakkað sig í gegnum 64 bita+ dulkóðun þá þætti mér gaman að hafa síman hjá honum:), en ef þú ert með heimildir, þá sé ég þær ekki ennþá.

Facebook loggar fyrst og fremst IP tölur og notendur skrá sig inn hvar sem er með réttu aðgangsorði.  En til þess ákvarða hvaða vél er um að ræða þarf að taka niður MAC addressu eða SID ect. Þá þyrftir þú í framhaldi að fá uppgefna MAC adressu, SID eða aðrar upplýsingar um vélbúnað Karls Tómassonar til að geta einu sinni byrjað að láta þér detta í hug að hann væri þarna að baki. 

Router er router, heima sem heiman þá er routernum nokkurn vegin sama um hvar hann býr.

sorrí  

sandkassi (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 00:14

17 identicon

Gaman að sjá þig Kalli minn!

sandkassi (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 00:15

18 Smámynd: Karl Tómasson

Ólafur.

Ég var kurteysislega að reyna að segja þér það að halda þér á þínum slóðum, með öllum þínum vinum. Smjerjarmi, Marteini mæta mos, Konstanstín, Valda Sturlaugz, Varmársamtökunum og öllum hinum vinnerunum.

Plássið er svakalega dýrt á þessum slóðum.

Karl Tómasson, 3.2.2010 kl. 00:20

19 identicon

Gunnar, vilt þú þá útskýra hvernig blog.is fer að því að auðkenna IP tölu innskráningar með sama tákni langt aftur í tímann... eins með vini Karls, þeirra tákn er hið sama langt aftur í tímann...  

En það er öllum stundum verið að rekja menn til heimahúsa sem gera eitthvað af sér á netinu svo við sjáum hvernig þetta mál fer... ég er bjartsýnn   :) 

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 00:21

20 identicon

Bíddu við Karl... þú hefur verið að afrita heilu bloggfærslurnar frá mér inná bloggið þitt... ég hefði frekar haldið að þú saknaðir mín :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 00:24

21 Smámynd: Karl Tómasson

Ólafur.

Nú verð ég að fara að loka fyrir þessa auglýsingu þína á minni síðu.

Það væri samt gaman í lokin að þú myndir nú kópera hér allan þann ófögnuð og sora sem þú átt í fórum þínum.

NÚ ER TÆKIFÆRIÐ GAMLI VINUR!!!

Karl Tómasson, 3.2.2010 kl. 00:25

22 identicon

Í mestu einlægni Ólafur, þá er þetta tiltölulega einfalt (þó flókið). Margir notendur á stóru neti bak við 1 IP tölu sýna blog.is, sem og öllum öðrum, einungis eina IP tölu, þetta er nú bara þannig.

Ef að sami notandinn er að skrá sig fær hann sama táknið, sem og allir á hans neti sem geta þess vegna verið tugir þúsunda.

Þetta er nú svona.

sandkassi (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 00:27

23 identicon

Komið gott.

sandkassi (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 00:28

24 identicon

Jú mikið rétt Gunnar, þess vegna sannleikans vegna og til að koma í veg fyrir persónufalsanir vona ég að viðkomandi hafi verið að stunda sína iðju frá heimrouter og þá er málið leyst...

kemur í ljós og takk fyrir spjallið. 

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 00:31

25 Smámynd: Karl Tómasson

Eitt er að spila á horn.

Annað að hafa allt á hornum sér og sjá skrattann í hverju horni.

Þá er gott ráð að fara í langan göngutúr með öllum vinnerunum.

Karl Tómasson, 3.2.2010 kl. 00:34

26 identicon

já já, röltið-horfa til sólar og það allt saman.

sandkassi (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 00:35

27 identicon

Þú hefur örugglega gaman að þessum Kalli

http://www.youtube.com/watch?v=tuJEpNPLjhc

sandkassi (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 00:42

28 Smámynd: Karl Tómasson

Eitt orð Gunnar.

Hann er svakalegur.

Tækniundur.

Karl Tómasson, 3.2.2010 kl. 00:45

29 identicon

já þvílíkt, hann er breti:) Gaman að sjá svona.

sandkassi (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband