Sænski eðalvagninn

Í kvöldfréttum var sagt frá því að samningaviðræður stæðu enn yfir í Stokkhólmi um að hollenski bifreiðaframleiðandinn Spyker kaupi sænsku SAAB bílaverksmiðjuna. Þetta virðist ætla að verða sagan endalausa. 

Fyrir bílaáhugamenn og aðdáendur Saab er vissulega spennandi að fylgjast með afdrifum hins gamalgróna sænska eðalvagns. Ég hef átt þrjá Saab um dagana og allir voru þeir hin skemmtilegustu faratæki. Í dag sé ég óskaplega eftir að hafa látið tvo þeirra og þó sérstaklega einn.

Saab 1973

Fyrsti Saabinn var af nákvæmlega þessari tegund árgerð 1973, minn var hvítur að lit.

Saab 900 GL 

Þá kom einn af þessari tegund 900 GL, árgerð 1982. Svakalegur eðalvagn þótti okkur hann alltaf.

Saab Sonnet

Nokkru síðar eignaðist ég þennan fágæta sportbíl sem var aðeins framleiddur í nokkurhundruðum eintaka af Saab verksmiðjunum. Hann var árgerð 1972 og blár að lit. Ég seldi hann 1992 og sé alltaf mikið eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Saab er náttúrulega eðalvagn. Ég man eftir öllum þessum frábæru bílum sérstaklega var sportbílinn alveg frábær. Heyrði einu sinni fullyrt að Saab eigendur væri sérstaklega gáfað fólk. Sú fullyrðing hefur nú alveg staðist hvað þig og Líneyju varðar. Biggi Haralds hefur alltaf verið meiri svona Volvo týpa þ.e. einhver sem leggur meira upp úr örygginu sem getur varla staðist hvað barneignir hans varða enda er kappinn býsna seigur að fjölga mosfellingum.

Reyndar hefur Saab vélin alltaf verið einstök og skilar góðri vinnslu enda hefur sænska hönnunin alltaf verið ná mjög háum gæðaflokki. Veit ekki hvort hollendingunum takist jafn vel upp.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 17:30

2 Smámynd: Karl Tómasson

Ég hef nú ekki heyrt talað um Saab og gáfur áður Þórir minn og því síður sérstaka tengingu á milli Volvo og barneigna.

Ég hefði frekar staðið í þeirri meiningu að Volvo eigendur væru sérlega gáfaðir. Steingrímur J á einn slíkan.

Ég hef reyndar einnig átt Volvo, það var 343 týpan. Hann var ágætur.

Engin, engin, akkúrat engin bílategund jafnast á við Mercedes Benz, ég hef átt sex slíka og það er sú bílategund sem ég hef verið hvað hamingjusamastur með að eiga ásamt Trabant. Ég hef átt tvo slíka.

Svolítið ólíkar bílategundir, það veit ég vel en báðar alltaf meistaraverk.  

Karl Tómasson, 27.1.2010 kl. 20:06

3 Smámynd: steinimagg

Ég átti líka einu sinni bíl :-) en hvað varðar þessa bíla þá stendur Trabbinn uppúr, ég man mjög vel eftir þeim öllum og mörgum ferðum í þeim, sumar ógleymanlegar, Benzarnir eru eflaust ágætir, svona eins og gott súkkulaði, gott á meðan smjattað er en gleymist fljótt.

steinimagg, 27.1.2010 kl. 21:29

4 identicon

Kalli eg atti eitt sinn hvitan saab 96 67 model.En manstu eftir malibu 79 sem eg keyfti af ter sem reyndist mer vel.KV B START.

Brynjar Klemensson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 06:07

5 Smámynd: HP Foss

það kann að vera að Saabinn hafi verið fyrir sértaklega gáfað fólk Þórir og það kann að stemma í þessu tilfelli.  En fleiri aðrir virðast nú hafa fengið hann afgreiddan, eins og dæmin sýna.

HP Foss, 28.1.2010 kl. 14:09

6 identicon

Kalli og Helgi við skulum hafa það á hreinu að Steingrímur J flokkast ekki undir skærustu peruna í seríunni hjá mér þótt Kalli þykist sjá eitthvað vitrænt við hann. Ég held samt að Helgi kynni að hafa eitthvað til síns máls en undantekningin sannar bara REGLUNA.

Mercedes er dæmi um fólk sem vill lifa hátt og hratt meðan t.d Renault og Citroen vísar til sérvitringa. Eigendur japanskra bíla eru til að mynda varnarlega sinnað fólk sem ekki er til í að taka miklar áhættur enda bila þær bíltegundir afar sjaldan. Hallsteinn hefur t.d. hjarta fyrir Trabant þar sem margir töldu að þar réði skynsemin. Trabant vísar hinsvegar til snilligáfu að mínu mati en í leiðinni til mikillar sjálfseyðingar hvatar enda bifreiðin sú glaðlegt sjálfsmorðstæki. Kalli hefur reyndar átt flestar bíltegundir sem lýsir því hversu flókin og margræð persóna hann er. Amerískir bílar eru í mínum huga fyrir fólk sem þráir að vera eitthvað meira en það er og gefur skít í verð á eldsneyti og náttúruvernd.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 17:07

7 Smámynd: Karl Tómasson

Hér virðist vera farin að eiga sér stað einhverskonar bílasálfræði hjá Þóri og Helga. Það er spurning hvort ekki verði hægt seinna meir að ná í háskólagráðu í henni. Ég er hræddur um Þórir og Helgi að ég gæti reynst verðugt prófverkefni ef til þess kæmi í faginu.

Sá fjöldi bíla sem ég hef átt um dagana er orðin slíkur að fáir trúa. Ég er að velta því fyrir mér þegar tími gefst til að blogga um þá alla.

Billi minn. Já, Malíbúinn var einstakur bíll og mér minnisstæður, hann reyndist okkur vel.

Hallsteinn minn. Er á meðan er, smjatta bara nógu lengi.

Við þurfum greinilega að spá eitthvað meira í þessi mál til að fá botn í þetta allt saman. Þetta er einnig spurning um þá hvöt að aka um á breyttum bílum, hvað liggur að baki henni.

Við skulum stefna að fundi fljótlega kæru vinir.

Bestu kveðjur frá K. Tomm úr Tungunni.

Karl Tómasson, 28.1.2010 kl. 20:32

8 Smámynd: HP Foss

Þá myndi ég nú frekast vilja eiga breyttan bíl og helst amerískan. Dóla mér hvert sem mér sýnist, laus við ys og þys hversdagsins, vinstri grænir geta skottast um á söbunum sínum og tannkremsgrænu volvóunum sínum og reynt að telja okkur hinum trú um að þeir séu hjartahreinni en við. Upphækkaður Willysjeppi með v8 er í sjónmáli en hyllingin ein ef helvítis kratarnir komast upp með að knésetja okkur við fótskör ESB, þar sem okkur verður haldið á skeljunum til langs tíma og mannhundar Evrópu eiga þannig greiða leið að afturendum okkar þar sem ekki verður allt smurt!

HP Foss, 28.1.2010 kl. 22:56

9 Smámynd: Karl Tómasson

Helgi minn.

Ég man eftir Willys jeppanum þínum, ógnar krafturinn var til staðar en einhvernvegin fannst mér alltaf að allt væri að brotna undan honum þegar þú gafst honum inn, þvílíkir voru smellirnir og brestirnir.

 Minnisstæðust er mér samt Toyota Corollan þín merkt Gildrunni í bak og fyrir og Ladan.

Það er furðulegt hvað þessi bílamál okkar rifja upp marga skemmtilega tíma og nýjasta færslan þín á blogginu þínu er kostuleg snilld.

Það er gott að eiga góða vini og góðar minningar, það er dýrmætara en nokkuð annað.

Bestu kveðjur frá K. Tomm úr Tungunni.

Karl Tómasson, 28.1.2010 kl. 23:36

10 Smámynd: steinimagg

Já nú eru menn farnir að tala af viti, alvöru 8 gata tryllitæki frá USA það er málið :-)

Annars væri gaman að fá að vita með vissu hvor bíllinn td Ford 250 eða Toyota Prius sé í raun umhverfisvænni. Eitt er allavega víst að gamlan Volvo er gott að endurvinna, hann er bara járn og gler og hentar því vel í endurvinnslu.

steinimagg, 29.1.2010 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband