Blogglúðrasveit Samfylkingarinnar

Það er enginn vafi í mínum huga að Ögmundur Jónasson er hugsjónarmaður, sem hvorki fæst keyptur né seldur. Staðfesta Ögmundar í hinni hörðu Icesave rimmu þar sem hann sagði af sér ráðherradómi fyrir sannfæringu sína, sýnir svo að ekki er um villst að eiginhagsmunir vega ekkert fyrir þennan öfluga þingmann okkar íslendinga.

Lúðrasveit 11+ copy 12

Ögmundur tjáir skoðanir sínar umbúðalaust og að vanda, ekki í neinum silkipakkningum með flokksslaufum. Á bloggsíðu sinni lýsir Ögmundur með sterkum áherslum fáránlegri afstöðu sænsku ríkisstjórnarinnar þar sem sænskir ráðamenn virðast líta á íslendinga sem vanskilamenn sem vilji ekki borga skuldir sínar.

Svo virðist sem Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, sem átti nýlega fund með sænskum ráðamönnum, hafi ekki tekist sem skyldi að kynna málstað Íslands sem Eva Joly hamast við að kynna út um allar koppagrundir nú um stundir.

Ögmundur sakar Svía réttilega um að vera handrukkara breta og hollendinga, enda reyna ríkisstjórnir þessara landa að innheimta frekar vafasama kröfu hjá íslensku þjóðinni með ofbeldi og kúgunum.

Ögmundur 11

Ekki kom það mér sérstaklega á óvart að blogglúðrasveit Samfylkingarinnar þeytti sína lúðra gegn Ögmundi Jónassyni með miklu offorsi og sakaði hann um hroka og ofstopa.

Verður Esb umsóknin keypt hvaða verði sem er hjá Samfylkingunni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega sammála þér um þetta Kalli minn. Ögmundur er persónuleiki sem hægt er að treysta.  Ég held að flokkurinn þinn klofni fljótlega, og þá má jafnvel hugsa sér að fara að gefa hluta af honum atkvæði sitt, eins og til dæmis Ögmundi.  Þ.e.a.s. ef minn flokkur býður ekki fram næst. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2010 kl. 02:53

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er sammála þér í meginatriðum um Ögmund og þá Lilju Mósesdóttur líka, það sem gróf hinsvegar undan trúverðugleika þeirra, svo ég mun aldrei bera fullt traust til þeirra er að þau greiddu bæði atkvæði gegn þjóðaratkæðum í atkvæðagreiðslu á undan Icesavesamþykktinni. Þetta ber ótrúlegri tækifærismennsku og tvískinnungi vitni.  Það væri gaman að sjá þau réttlæta þetta.

Annars er augljóst af Akureyrarfundinum að VG situr umboðslaust á alþingi. Þeir létu gera sig gagnslausa í skiptum fyrir atkvæðin og sviku í öllum atriðum stefnuskrá sína, sem m.a. innihélt vilyrði um þjóðaratkvæði, andstöðu við Icesav og Evrópubandalagsumsókn. Þetta þýðir að hér ríkir einræði Samfylkingar, sem horfir til skelfilegra afleiðnga. Með þessu hafa þeir einnig tryggt hægri öflin í sessi á ný og ef við fáum yfir okkur önnur 16 ár af kleptókrasíu, þá geta þeir skrifað það á sinn reikning.

Húrra fyrir Steingrími.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.1.2010 kl. 06:26

3 identicon

Sammála þér Kalli minn að Ögmundur er hugsjónamaður og sjálfum sér samkvæmur. Þó ég sé langt því frá alltaf sammála Ögmundi þá virði ég hann mikils því  hann fylgir sinni eigin sannfæringu. Sannur þingmaður kýs eftir eigin réttlætiskennd en ekki  tilskipunum flokkslínunnar.

Samfylkingin er nú bara sérkapítuli útaf fyrir sig og virðist vera nær því að vera sértrúarsöfnuður en stjórnmálaflokkur. Skipulagðar árásir á blogginu er fastur hluti af áróðursmaskínunni hjá þeim og  fjöldi fólks orðið fyrir barðinu á þeim. Þetta þekkir þú vel Kalli minn af biturri reynslu. Sigmundur Davíð, Ögmundur , Lilja Mósesdóttir ofl. ofl. hafa orðið fyrir rætnum ofsóknum blogg-lúðrasveitarinnar sem hefur ekki beint sannleikann að fyrirmynd.

Núna er til að mynda tveir einstaklingar í framboði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ Þau Gunnlaugur B. Ólafsson og Kristín Pálsdóttir, bæði stjórnarmenn í  skemmdarverkasamtökum Jóns Baldvins Hannibalssonar svokölluðum Varmársamtökum. Þetta fólk er klárlega virkir meðlimir í blogg-lúðrasveitinni.  Sannir Samfylkingartrúðar munu án efa veita þessu fólki gott brautargengi í prófkjöri Samfylkingarinnar.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 15:01

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góð færsla Kalli.

Ég á mjög erfitt með að sjá Ögmund fyrir mér verða viðskila við samvisku sína. Hvort sem menn eru sammála Ögmundi eða ekki hljóta allir réttsýnir menn að viðurkenna að hann er réttsýnn hugsjónamaður.

Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir skera sig úr og eru meðal þeirra stjórnmálamanna sem ég hef mest álit á. 

Sigurður Þórðarson, 16.1.2010 kl. 15:27

5 identicon

Ég gleymdi einu varðandi blogglúðrasveitina hjá Samfylkinguna hversu ofboðslega þeim er í nöp við Framsóknarflokkinn og VG. Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera nánast stikkfrír. Góðir og heilsteyptir pólítíkusar sem eru á móti ESB er helsta skotmark falskra tóna lúðrasveitarinnar. Karl Tómasson er til að mynda slíkur stjórnmálamaður heiðarlegur og traustur og má ekki vamm sitt vita en eitilharður andstæðingur evrópubandalagsins. Einn háværasti lúðurinn hér í Mosfellsbæ er Ólafur í Hvarfi sem reyndar virðist hafa bilaða tölvu því færslur frá honum birtast og hverfa jafnharðan. Sennilega hefur Ólafur fengið einhvern vírus á Fésbókarsíðu sinni sem hefur víst alveg slegið í gegn og hefur aflað Ólafi ótal nýrra vina. Það er dapurlegt fyrir allt það góða fólk sem vill trúa á að fólk í stjórnmálum vinni af heilindum að góðum markmiðum en finni fyrir spillta drullusokka sem hugsa um það eitt að skara eld að eigin hagsmunum og lúti svo lágt að hafa tekið þátt í bankaspillingunni með ýmsum hætti svo sem fengið hin svonefndu kúlulán sem almenningi stóðu alls ekki til boða. Samfylkingin virðist vera sérstakur stuðningsaðili slíkra kúlulánaþega og hampar þeim með feitum stöðum og velvilja um allt stjórnkerfið. Bónusfeðgar eru sérstakir vinir Samfylkingarinnar enda fjárhagslegir bakhjarlar frá stofnun hennar. Samfylkingin vinnur hörðum höndum að því að afhenda þeim feðgum allt aftur upp í hendurnar sem þeir hafa tapað í 1000 milljarða skuldsetningu sinni og ætla þjóðinni að borga fyrir þá kumpána enda Stöð 2 Fréttablaðið ofl. miðlar of dýrmætt áróðurstæki til að missa í annara hendur. VG hefur gefið alltof mikið eftir í stjórnarsamstarfi sínu við Samfylkinguna þrátt fyrir að hetjan Ögmundur hafi aðeins stigið á skottið á þeim, betur má ef duga skal að stöðva evrópufirru Samfylkingarinnar sem er ein versta tálsýn um útópíu sem nokkurn tímann hefur verið búin til. Írland og Grikkland segja allt sem segja þarf um draumaríkið þeirra.

Þórir Kristinsson (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 21:57

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er svo aftur hróplegt eftir Akureyrarfundinn, að ekki hafi verið minnst orði á IceSave í ályktun fundarins og það mál virðist hafa verið algert tabú fundargesta. Ég verð að segja að það er ekki trúverðugt ef ekki er tekið á mest hitamáli íslenskrar stjórnmálasögu, en ályktað um samstarf í viðkomu votlendisfugla og annað álíka absúrd. Kalli þið verðið að vera fastari í rásinni flokksmennirnir, annars er þetta svanasöngur flokksins. Þetta er eins og farsi.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 23:33

7 identicon

Eini alvöru stjórnmálamaðurinn sem var kosinn á þing 2008.....og hvað hann þarf að segja af sér vegna þrýstings frá Samfylkingu.........ég ætla rétt að vona að á Íslandi sé ekki þannig stjórnsýsla að þú megir ekki hafa eigin skoðanir og það er ekki hægt að tala um mál vegna þess að heill stjórnmálaflokkur gerir ekki málamiðlanir.........aldrei hefur nokkur stjórnmálaflokkur hegðað sér svona fáránlega.....þetta minnir mig á sjálstæðisflokkinn.........enn eru samfylkngarmenn ekki endalaust að gagnrýna þá fyrir nákvæmlega svona flokkadrætti......skil ekki svona, hversu heilaþvegnir geta menn orðið

Ragnar Ingi Magnússon (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband