Spilagleði, þá er gaman


Gervi veröld

Þóra
Í kvöld var viðtal í Kastljósinu við trúboðann Franklin Graham.
Spyrjandinn, Þóra Arnórsdóttir fór yfir víðan völl og gerði það vel.
Þóra spurði hann stundum spurninga sem hann átti greinilega erfitt með að svara, ekki síst um mannréttindi og jafnrétti allra manna.
Í lok viðtalsins virtist trúboðinn ná sér á strik og vitnaði þá í innihaldstómt líf fallinnar rokkstjörnu sem var náttúrulega eins og allir vita forfallinn sjúklingur og enganvegin marktækt dæmi um innihald- eða innihaldsleysi lífsins eins og hann túlkaði það. Nefndi hann það sérstaklega að hann hefði átt fallega konu, nóg af peningum og dópi.
Innihaldstómt líf er ekki einungis hjá uppgjafa rokkstjörnum í mikilli neislu og í raun afskaplega ódýrt að nota slíkt sem viðmiðun, svo ekki sé nú talað um hjá heimsþekktum trúboðum eins og Franklin. Þegar upp er staðið er það samt ótrúlega algengt hjá slíkum trúboðum að nota.
franklin_graham

Innihaldstómt líf er ekki síður algengt hjá okkur þeim sem teljum okkur afar "heilbryggð" og fullkomin.
Gat trúboðinn ekki eins sagt að hann ætti vini sem væru forfallnir fegurðaraðgerðarfíklar með gervineglur, gerviaugnhár eða brjóstastækkanir á heilanum og svo framvegis og framvegis, er dóp ekki gervitilfinning rétt eins og það???
Hamingjan er alltaf hjá okkur sjálfum og inn í okkur sjálfum.
það er ekkert sem fær því breytt.
Engin gerviveröld, sama í hvaða formi er nær með okkur innrajafnvægi eða vellíðan þegar upp er staðið .


Bloggfærslur 28. september 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband