Costa del Kjós

Við gömlu skólafélagarnir úr árgangi 1964, Varmárskóla í Mosfellsbæ, höfum undan farin ár tekið upp þann sið að hittast reglulega fyrsta föstudag í mánuði og borða saman.

Það er virkilega gaman þegar áratuga kynni eru rifjuð upp og allar sögurnar sem við eigum sameiginlegar gömlu bekkjarbræðurnir og vinirnir.

Nú nýlega var spúsum okkar boðið með og var ákveðið að farið væri í reiðtúr og grillað saman að því loknu hjá okkur Línu í bústaðnum okkar við Meðalfellsvatn.

Kjósin varð sem sagt fyrir valinu að þessu sinni og riðið um hana þvera og endilanga.

Hér koma nokkrar myndir af einstaklega vel heppnuðum degi þar sem Kjósin skartaði sínu fegursta.

Að venju læt ég myndirnar tala sínu máli.

270720131740
270720131751
270720131760
270720131774
Kjós 1
Kjós 2
Kjós 3
Kjós 4
Kjós 5
Kjós 6
Kjós 7

 


Bloggfærslur 9. ágúst 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband