Svakalega sé ég eftir þessum bíl

Um dagana hef ég átt ótal bíla, enda forfallinn bíladellukall. Marga þeirra sé ég oft eftir að hafa látið frá mér fara, þó engum meir en þeim sem sést hér á myndbandinu.

Þetta var fagurblár Saab Sonnet árgerð 1973 sem var eins og nýr að innan sem utan. Ég eignaðist hann árið 1988. Aðeins fáir bílar voru framleiddir af þessari tegund frá Saab og ég held að þetta hafi verið sá eini sem var til á Íslandi.

Ég vann á þessum árum sem bílasali og ég gleymi aldrei þegar eldri maður kom til mín á bílasöluna, þá þekktur bílamaður og spurði mig hver ætti þennan bíl. Ég sagði honum að ég ætti hann og hann spurði mig hvort hann væri til sölu. Ég sagði svo ekki vera. Þegar hann kvaddi mig sagði hann, láttu þennan bíl aldrei frá þér fara.

Viti menn, hvað gerði ég???? Ég fór ekki að ráðum þess gamla.

Nokkrum árum síðar seldi ég hann og kaupandinn seldi hann skömmu síðar eitthvert erlendis. Ég var ungur þá og vantaði aura enda að kaupa íbúð, ekki það að ég hafi fengið fyrir hann eitthvað að ráði, samt eitthvað sem munaði um.

http://www.youtube.com/watch?v=9v_Aa2Nyz-U


Bloggfærslur 21. ágúst 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband