Ćsileg barátta

Hún heppnađist sannarlega vel veiđiferđ okkar félaganna í Hrútafjarđará á dögunum, sjö vćnir laxar, ein bleikja og einn urriđi voru dregin ađ landi.

Hćst bar ţó ein sú ótrúlegasta viđureign sem ég hef séđ og raunar viđ allir félagarnir, sem flestir eru ţó öllu reynslumeiri en ég í laxveiđum, ţegar viđ sáum Trausta frćnda heyja baráttu viđ stórlax sem hann setti í á 40 ára afmćlisdegi sínum ţann 5. júlí.

Ţannig var ađ ég og Trausti frćndi vorum saman í holli, viđ vorum staddir viđ Hólmahil og ég var ađ kasta og Trausti ađ fylgjast međ mér. Hann stóđ á hinum bakka árinnar og segir "Kalli, hér er einn risi beint fyrir framan nefiđ á mér". Ég reyndi ađ kasta í áttina ađ laxinum en gekk illa ţar sem ég var međ vindinn beint í fangiđ.

Trausti kastađi ţví út línunni sinni ţađan sem hann stóđ og viti menn, laxinn beit strax á agniđ og rauk niđur ánna međ miklum látum. Trausta tókst ađ hemja laxinn en ţurfti ađ fara mjög varlega ţar sem hann var međ silungastöngina sína og ađeins 12 punda línu. 

Ţegar ţetta gerđist var klukkan 11:30 og svo ótrúlegt sem ţađ nú er átti viđureignin eftir ađ standa til kl: 14:45, eđa í ţrjár klukkustundir og fimmtán mínútur áđur en yfir lauk.

Hér ađ neđan set ég inn nokkrar myndir af viđureigninni.

Stór 1

Ţarna er viđureign Trausta ađ hefjast.

Stór 2

Hiđ ómögulega gerđist og allir viđstaddir héldu ađ baráttan vćri töpuđ hjá Trausta. Hjóliđ gaf sig og allt flćktist. Međ góđri ađstođ Bögga og Njalla tókst ađ laga hjóliđ og koma ţví aftur á stöngina. Eins og sjá má á ţessari mynd heldur Trausti í viđ laxinn eingöngu međ stönginni og međ ţví ađ ríghalda í girniđ.

Stór 3

Engin smá átök ţarna og stöngin ţanin til hins ýtrasta eins og sjá má.

Stór 4

Ţarna er Trausti fyrir framan međ stöngina ţanda og Böggi međ háfinn ađ vađa yfir ánna og ég í humátt á eftir međ vídeóupptökugrćjuna. Viđ óđum upp ađ öxlum og stóđ ekki á sama um dýptina sem viđ vorum komnir í, enda straumurinn talsverđur ţarna.

Stór 5 

Ţarna er Trausti kominn međ spikfeitann 18 punda hćnginn í fangiđ. Hann var 90 cm á lengd og 46cm ummál.

Stór 6

Trausti ţakkar höfđingjanum fyrir viđureignina og óskar honum góđs gengis rétt áđur en hann svamlađi aftur út í á dauđţreyttur rétt eins og veiđimađurinn. Ţetta var hjartnćm stund hjá okkur öllum sem vorum ţarna međ Trausta.

Stór 7

Laxinn farinn sína leiđ og viđ veiđifélagarnir kampakátir yfir afreki Trausta á fertugsafmćlisdegi hans. Ţetta var mögnuđ stund og viđ allir gjörsamlega uppgefnir.

Elsku Trausti frćndi! Bestu ţakkir fyrir ađ láta stóra frćnda fá veiđidelluna. Ţađ er búiđ ađ vera frábćrt ađ vera međ ţér í öllum okkar veiđiferđum undanfarin ár og međ svo góđum og skemmtilegum veiđifélögum.

Innilegar afmćliskveđjur til ţín frá Kalla og Línu.

 


Ég spyr........

Verđur ţetta einhverntímann toppađ??????

http://www.youtube.com/watch?v=DOuT6BmVy1s

Pavarotti 1314


Bloggfćrslur 9. júlí 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband