Er Lúpínan hræðileg???

Ég heyrði stórmerkilegan þátt á rás 1 fyrir skömmu um Lúpínuna og hversu umdeild þessi planta er.

Það kom mér virkilega á óvart hversu mikill hiti stafar á milli manna og sérfræðinga um þessa plöntu.

Mér hefur alla tíð þótt hún undur fögur og einnig vera sumarboði.

Ég get ekki sannara sagt, á tilurð hennar í íslenskri náttúru eða hvort hún hefur góð eða slæm áhrif hef ég hvorki skoðun á, né vit til að dæma um en mikið ósköp er Lúpínan samt falleg jurt.

Hér á myndinni fyrir neðan er Birna mín í Lúpínubreiðu við bústaðinn okkar í Kjósinni nú nýlega.

 

Blómarósin
.

 


Bloggfærslur 20. júlí 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband