Lax lax lax veiði

Þá er komið að fyrsta laxveiðitúrnum á þessu ári og mikið hlakka ég til.

Það er ekki eitt, heldur allt frábært við það að fara í veiði með góðum vinum og félögum. Gista saman í veiðihúsi, grilla góðann mat, drekka góðar veigar, spjalla og hlæja.

Nú er ferðinni heitið öðru sinni í Hrútafjarðará og þaðan á ég góðar og skemmtilegar minningar frá því í fyrrasumar. Þar veiddi ég í fyrsta sinn lax á flugustöng og það var mögnuð tilfinning að upplifa.

Baráttan stóð yfir í 15 mínútur og með góðri leiðsögn veiðifélaga minna tókst mér að landa fallegum laxi, það var annar laxinn sem veiddist í Hrútu það ár og einn af fáum þar sem veiðin var í sögulegu lágmarki þar eins og annarsstaðar í fyrrasumar.

Nú er öldin önnur, áin er full af vatni og iðandi af lífí að sögn þeirra sem hafa verið á bökkum árinnar nú undanfarið.

Neðst er myndband sem tekið var þegar ég landaði mínum fyrsta laxi, það var í Hólsá og hann tók á spún. Því er ekki saman að líkja að veiða á spún eða flugu.

Hrútó á 

Takan

Hrútó komin í hávinn

Kominn í háfinn

Hrútó fagnað

Fagnað

http://www.youtube.com/watch?v=qaLje5vY5bo


Bloggfærslur 2. júlí 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband