miđ. 26.6.2013
Ţađ er ekki sama hvernig breitt er á
Ábreiđa er eitt af fjölmörgum skemmtilegum orđum sem hafa komiđ upp í íslenskri tungu, ţar sem átt er viđ ţegar gömul lög eru sett í nýjan búning.
Viđ Gildrufélagar tókum upp og gerđum tvćr ábreiđur á ferlinum og settum ţćr báđar í okkar búning, ţađ voru lögin, Vorkvöld í Reykjavík og House of the rising sun. Bćđi lögin náđu vinsćldum og ţó sér í lagi útgáfa okkar af gamla Vorkvöldinu, hún sló í gegn.
Í dag trónir efst á vinsćldarlista Rásar tvö ábreiđa Mosfellsku hljómsveitarinnar Kaleo međ lagiđ, Vor í Vaglasskógi og mikiđ ósköp er ég ánćgđur međ hvađ ţeim félögum tókst vel upp međ lagiđ og sína útgáfu af ţví.
Ég hef veriđ svo heppinn ađ sjá ţá félaga í Kaleo vaxa og dafna og upplifa spilagleđina og óbilandi áhuga. Ţeir félagar í Kaleo eru ćskuvinir Óla sonar míns og hafa ţví veriđ tíđir gestir á mínu heimili.
Mér er minnisstćtt ţegar Jökull söng fyrir okkur Línu, einn međ gítarinn, Vor í Vaglaskógi og viđ vorum bćđi sannfćrđ um ađ ţetta ćtti eftir ađ ná langt hjá ţeim.
Í dag virđist sem fátt sé vinsćlla hjá Íslenskum tónlistarmönnum en ađ halda tribute tónleika ţar sem helsta áhersla virđist lögđ á ađ gera ţetta allt saman nákvćmlega eins og ţađ kom upprunalega út og litlu sem engu er breytt eđa bćtt viđ. Ég get ekki međ nokkru móti skiliđ áhuga á slíkri spilamennsku á tónleikum.
Ţađ eru fá dćmi um ađ ábreiđur virki ţar sem tónlistarmenn og flytjendur bćta litlu sem engu viđ.
Hér ađ neđan má sjá og heyra Kaleo flytja Vor í Vaglaskógi og Gildruna leika House of the rising sun á tónleikum í Hlégarđi í maí 2010.
P.s. Eru Mosfellskar hljómsveitir ekki nokkuđ góđar í ábreiđum ţegar ţćr taka sig til???
http://www.youtube.com/watch?v=OIk44XofHSE
http://www.youtube.com/watch?v=OKfSxYuMS8Q
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)