Mosfellingar ánægðir

Um þetta leiti fyrir ári síðan birti ég könnun á bloggi mínu um hversu ánægðir Mosfellingar voru með bæinn sinn árið 2011. Þá könnun má sjá hér að neðan hjá mér.

Ég hef verið nokkuð latur undanfarið að skrifa á bloggið mitt síðan þá en er að ranka úr rotinu þessa dagana.

Það er gaman að geta þess hér að samkvæmt nýjustu og sömu könnun ári síðar virðast Mosfellingar enn ánægðari nú.

 

 

Fyrirtækið Capacent gerði þjónustukönnun meðal sveitarfélaga október og nóvember árið 2012. Þar voru íbúar Mosfellsbæjar beðnir að meta hversu ánægðir þeir væru með Mosfellsbæ sem stað til að búa á.

 

Skemmst er frá því að segja að yfir 93% kváðust vera ánægðir.

 

 

Mosfellsbær er samkvæmt þessu í öðru sæti af 16 stærstu sveitarfélögunum landsins.

 

 

Íbúar voru beðnir í 11 liðum að leggja mat á umhverfi sitt og þjónustu sveitarfélagsins. Í öllum liðum var meðaleinkunn frá íbúum Mosfellsbæjar í eða yfir heildarmeðaltali allra sveitarfélaganna.

 

Hægt er að skoða skýrslu um könnunina nánar  hér á pdf skjali  eða vefútgáfu skjals  ef skjal hér neðar opnast ekki.

 

Ef þú hefur ekki 'Adobe PDF Reader' til að lesa .pdf skjöl getur þú sótt forritið hér

 


Bloggfærslur 22. apríl 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband