Ráð undir rifi hverju

Það er allt að verða geggjað venju samkvæmt svona rétt fyrir kosningar.

 

 

Öll blöð og netsíður orðnar stútfullar af sérfræðingum sem sjá lausnir á öllum vanda og ástæðu klúðurs síðari ára og hvernig hefði átt að bjarga öllum málum.

 

 

Hafa alltaf ráð undir rifi hvreju. 

Nú skal kosið eitthvað að viti. Eitthvað sem kemur okkur á réttan kjöl eftir að skútan fór svo eftirminnilega á hvolf og nánast hver einasti farþegi um borð var nærri drukknaður.

 

Já, nærri drukknaður!!!

 

En hriplekri skútunni tókst að koma á réttan kjöl og nú verður vonandi hægt að sigla henni í örugga höfn að loknum kosningum. Ég og mín fjölskylda höfum ekki farið varhluta af þeim skaða sem skútan varð fyrir, hann varð mikill og erfiður fyrir okkur.Við treystum hinsvegar engum betur til að sigla skútunni í örugga höfn, heldur en akkúrat þeirri áhöfn sem tókst að koma henni á flot á sínum tíma.

 

 

 

Það er með ólíkindum að lesa greinar allra þessara besservissara, bæði gömlu hrunflokkanna og áðdáenda klofningsframboða sem reyndar eiga það flestir sameiginlegt að tolla aldrei í einu eða neinu og virðast hafa það eitt að markmiði að mótmæla.

 

 

 

Mótmæla. Mótmæla. 


Bloggfærslur 19. apríl 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband