Þakklæti er mér efst í huga

Í bæjarblaðinu Mosfellingi birtist í gær skoðanakönnun gerð af Capacent Gallup um fylgi flokka í Mosfellsbæ. Könnunin var stór, gerð dagana 5. - 27. nóvember.

Samkvæmt könnuninni mælist fylgi Vinstri grænna í Mosfellsbæ 18,3% sem er eins og best gerist hjá flokknum á landsvísu. Vinstri græn er sá flokkur sem eykur fylgi sitt mest allra flokka og bætir við sig manni í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.

Íbúahreyfingin hrynur í fylgi og missir sinn mann, Framsókn einnig og Samfylkingin fer niður í 10,9% en heldur einum manni. Sjálfstæðisflokkur eykur fylgi sitt um 3% og bætir við manni.

Samkvæmt þessu nýtur meirihluti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar nú 71% fylgi. Mér er til efs að viðlíkt fylgi sé algengt á meðal meirihluta á landsvísu og það eftir átta ára stjórnarsetu.

Ég held að þetta hljóti að teljast ótvíræð skilaboð um það að við meirihlutinn í bæjarstjórn Mosfellsbæjar séum á leið sem þorri íbúa Mosfellsbæjar kann að meta.

Mér er nú efst í huga mikið þakklæti fyrir það traust sem þessi niðurstaða sínir.

Ég er afar stoltur maður í dag og held að þessi skoðannakönnun síni það nú endanlega að það er fólkið sem skiptir máli, ekki flokkskírteynið. Það eru gamaldags viðhorf og á undanhaldi sem betur fer.

Ég kveð pólitíkina mjög sáttur og sæll.    

 

Mosf. fors

 

 

 

   


Bloggfærslur 6. desember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband