Skemmtilegar og fræðandi heimsóknir

Bæjarráð Mosfellsbæjar fór í sina árlegu vísitasíu um stofnanir bæjarins í vikunni og að vanda var það fræðandi og gaman.

Við heimsóttum grunnskólana, leikskólana, áhaldahúsið, íþróttamiðstöðina að Lágafelli og að Varmá, félagsmiðstöðina Bólið, Listaskólann, Lúðrasveitina, Hlaðhamra og nýja hjúkrunarheimilið Hamra.

Það er ómetanlegt fyrir okkur bæjarfulltrúa að kynnast því starfi sem fram fer á þessum glæsilegu stofnunum, svo ekki sé nú talað um fólkinu sem þar starfar.

Bestu þakkir fyrir frábærar móttökur.

 

Hamrar 10

Hamrar, hið nýja og glæsilega hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ


Bloggfærslur 7. nóvember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband