Bara ef ég hefði haft myndavél

Fyrir utan glugga á heimili mínu eru tvö stór reynitré og nýlega hengdi ég fuglamat í þau. Þetta voru litlar kúlur sem ég fékk í Europrise.

Til þess að koma kúlunum upp í tréð þurfti ég að beita nokkrum tilþrifum. Ég setti hringlaga vír á kúluna og útbjó langt prik til að teygja mig í tréð.

Viti menn, um leið og ég gerði mig líklegan til að hengja kúlurnar í tréð settust tveir fuglar á kúlurnar og byrjuðu að éta, þeir voru í c.a. 20 cm fjarlægð frá mér þessi litlu fallegu fuglar og virtust algerlega óhræddir. Sennilega voru þeir svona glorhungraðir. Þetta var mögnuð sjón.

Munum eftir smáfuglunum.

Smáfuglar


Bloggfærslur 9. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband