Nýtt myndband með Gildrunni

Við félagarnir í Gildrunni vorum að fá sent myndband sem tekið var upp á tónleikum sem við gleymum seint, tónleikum sem við héldum í tilefni af 30 ára samstarfi okkar og haldnir voru í Mosfellsbæ í maí 2010.

http://youtu.be/OKfSxYuMS8Q

 

Hér kemur fréttatilkynning frá Spot í Kópavogi en við verðum þar og á Selfossi um helgina.

Fréttatilkynning:

Hljómsveitin Gildran hefur á löngum ferli skipað sér á stall með bestu íslensku rokksveitum samtímans.
Hljómsveitin er nú sem endranær skipuð þeim: Birgi Haraldssyni söngvara, Þórhalli Árnasyni bassaleikara, Karli Tómassyni trommuleikara og Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara.
Þeim til halds og trausts er hljómborðsleikarinn Vignir Þór Stefánsson.


Gildran hefur gefið út alls 7 breiðskífur auk þess að eiga lög á fjölda safnplatna og mörg laga Gildrunnar eru fyrir margt löngu orðin tímalaus klassík í íslenskri tónlist.

Hljómsveitin spilar á 800 Bar á Selfossi föstudagskvöldið 4. nóvember og svo á risadansleik á veitingahúsinu SPOT í Kópavogi
laugardagskvöldið 5. nóvember og má með sanni segja að rokkelimentin verði þanin til hins ítrasta.


Bloggfærslur 31. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband