Sjúkralið og tækjabíll á leið á slysstað

Ég er oft hugsi yfir fréttaflutningi í fjölmiðlum þegar sagt er frá alvarlegu slysi og staður og stund tilgreint aðeins nokkrum mínútum eftir slysið.

Samanber, mjög alvarlegt bílslys varð á Hellisheiði um kl: 16:00 í dag, sjúkralið og tækjabíll slökkviliðsins er á leið á slysstað.

Hver er tilgangurinn með slíkum fréttaflutningi?

Einhverjir hlustendur slíkra frétta vita jafnvel af nánum ættingja á þessari leið og á þeim tíma sem tilgreindur er.

Eins og gefur að skilja fyllast aðstandendur miklum kvíða, ótta og ónotum fyrir vikið.

Í dag var fréttaflutningur af þessu tagi, oft sem áður, í fjölmiðlum.

Hver er tilgangurinn???


Bloggfærslur 15. janúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband