Bubbi og Færibandið

Mikið óskaplega er gaman að hlusta á Bubba í útvarpsþætti sínum á Rás 2 (Færibandinu) kl: 22:00 á mánudagskvöldum.

BubbiMorthens 

Viðtöl hans eru algerlega stresslaus og markmiðið er greinilega það, að ná sem mestu og bestu úr gesti þáttarins. Hvort þættirnir verða einn, tveir, þrír eða fjórir, það bara ræðst hjá þáttargerðamanninum.

Viðtöl hans við Kristján Jóhansson óperusöngvara undanfarin mánudagskvöld hafa til að mynda verið algerlega frábær. Það hefur verið einstaklega gaman að hlusta á þá félaga undanfarin mánudagskvöld. Einlægnin og tilgerðarleysið er algert.

KRISTJ~1

Kristján Jóhannsson er einstakur maður og hlýjan bókstaflega streymir frá honum. Endilega hlustið, ég held að það sé a.m.k. einn þáttur eftir.


Bloggfærslur 13. janúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband