mán. 6.9.2010
Dýrđlegt er í Dalnum
Dalurinn hefur alla tíđ veriđ mér hugleikinn og ekki síst ţađ góđa fólk og vinir mínir sem ţar búa.
Ţegar ég kynntist Línu minni fyrir margt löngu síđan, bráđum 30 árum, sagđi hún mér margar sögur frá afa bústađ í Mosfellsdalnum. Ţađan átti hún margar ógleymanlegar stundir. Afabústađur, svokallađur, og landiđ í kringum hann, var innarlega í Dalnum, mótsviđ núverandi Skógrćktarstöđina Grásteina. Ţar rćktuđu afi og amma Línu upp stóra jörđ sem glöggt má sjá í dag.
Ţađ eru ekki nema 20 ár síđan Lína fór međ mér á ţessar gömlu slóđir og sýndi mér bústađ afa síns og ömmu og Bolla móđurbróđur hennar sem stendur ţar enn. Ţađ var ógleymanleg heimsókn. Ţar sáum viđ ţrátt fyrir mörg ár í eyđi, ótal margar gamlar menjar sem ţau höfđu skiliđ eftir sig.
Eitt frćgasta ljóđ Óskars Ţ. G. Eiríkssonar er án vafa, Dýrđlegt er í Dalnum. Óskar Ţ. G. dvaldi löngum stundum Mosfellsdalnum og samdi ţar sín frćgustu ljóđ.
Sjáumst nćst í okkar óborganlega Dal á styrktartónleikum fyrir skjólstćđinga Reykjadals.
Hér kemur ljóđiđ hans Óskars.
Dýrđlegt er í Dalnum
Mosfellsdalur
Dýrđlegt er í Dalnum,
umvöfnum fjallasalnum,
Ţar eru: Rósabćndur og söngfuglar,
grautvíxlađir građfolar,
yxna kýr og ofvitar,
nóbelsskáld og gullmolar,
frekjusvín og drykkjusvolar,
ljóđskáld og ţurfalingar,
hestamenn og monthanar,
ţingmenn og snillingar,
listamenn og letingjar,
klerkur, kirkja,
ég er hćttur ađ yrkja.
Óskar Ţ.G. Eiríksson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)