sun. 26.9.2010
Trommusettið mitt gamla og sögufræga
Fyrir margt löngu síðan, eða brátt 30 árum, keypti ég gamalt Rogers trommusett. Í þá daga var ég ekkert að spá í það hvaðan settið kom eða hver hefði átt það. Mér einfaldlega leist vel á gripinn og langaði að eignast hann.
Þetta gamla hljóðfæri hefur mér alltaf þótt afskaplega vænt um og aldrei látið mér detta í hug að selja, einhverra hluta vegna. Vimmi, fyrsti rótari Gildrunnar, hefur alltaf elskað þetta sett og geymt það fyrir mig og það sem meira er hann hefur haft það sem stofustáss á heimili sínu.
Nú hefur það komið á daginn að þetta er fyrsta sérinnflutta trommusett Péturs Östlund og Hljómanna. Já það kann að virka furðulegt að ég hafi ekki haft grun um fortíð trommusettsins en svona er það nú bara.
Allt upphófst þetta í síðustu viku er, Halldór Lárusson, ein mesta fróðleiksnáma um íslenska trommuleikara og trommur benti mér á að þarna ætti ég sennilega einstakan safngrip.
Ég hef nú bæði sett mig í samband við Gunnar Þórðar og Pétur Östlund og þeir ljómuðu báðir þegar ég sagði þeim frá gamla Rogers trommusettinu mínu, sem þeir eiga greinilega báðir gamlar og góðar minningar frá.
Hér að neðan má sjá mynd af Hljómunum og Pétri Östlund við settið.
Seinna mun ég setja inn mynd af því eftir að ég eignaðist það. Ég þarf að leita í gömlum möppum.
Einnig er hér að neðan slóð á Myndband með Pétri Östlund að spila með gömlum snillingi, einum af mörgum sem hann hefur spilað með.
<object width="480" height="385"><param name="movie" value="http://www.youtube.com/v/Bum3aqkf9yo?fs=1&amp;hl=en_US"></param><paramname="allowFullScreen" value="true"></param><param name="allowscriptaccess" value="always"></param><embed src="http://www.youtube.com/v/Bum3aqkf9yo?fs=1&amp;hl=en_US" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="480" height="385"></embed></object>
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)