Á fljúgandi uppleið

Við gömlu mennirnir í Gildrunni erum nú á fljúgandi uppleið á vinsædarlista Rásar tvö með nýja lagið okkar Blátt blátt.

Við fórum upp um tíu sæti í gær og eigum nú 14. vinsælasta lagið. Nú er bara að koma gömlu rokkurunum á topp tíu og kjósa á Rás tvö.

Það eru 18 ár síðan við áttum tvö topplög það væri gaman að endurtaka leikin svona löngu síðar.

Hér að neðan er hægt að hlusta á lagið. Blátt blátt er fallegt lag sem vinnur hægt og sígandi á eins og mörg góð lög. Textinn er eftir Vigdísi Grímsdóttur rithöfund og sá fyrsti sem hún semur við dægurlag.

 http://www.facebook.com/l.php?u=http%3A%2F%2Fwww.youtube.com%2Fwatch%3Fv%3DomX0mMlsd9w&h=78343HiM_-FHi4qMzhkEu_33TYg

www.youtube.com
Nýtt lag

Bloggfærslur 27. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband