Kærar þakkir fyrir stuðninginn

Bestu þakkir vil ég senda ykkur öllum sem stóðuð við bak okkar Vinstri grænna í Mosó fyrir frábærann stuðning í nýafstöðnum kosningum.

Við fórum mjög óhefðbundna leið í þessari kosningabaráttu. Við bönkuðum ekki á dyr heimila, stóðum ekki fyrir utan Bónus, Vínbúðina og Krónuna að dreifa áróðri eða gefa gjafir, hringdum ekki eða fórum í vinnustaðaheimsóknir.

Við lögðum störf okkar síðustu fjögur ár algerlega í hendur kjósenda. Með öðrum orðum reyndum ekki að sækja atkvæði, heldur fá þau ef við áttum þau skilin.

Útkoman var vissulega stórsigur fyrir okkur og enn og aftur þökkum við þann mikla stuðning sem við fengum.

Takk fyrir okkur. Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.


Bloggfærslur 1. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband