Kærar þakkir

Nú styttist í tónleika okkar Gildrufélaga og hefur allt gengið eins og í sögu hjá okkur fram að þessu. Æfingarnar hafa verið sérlega skemmtilegar og erum við allir klárir í slaginn. 

Við erum mjög þakklátir fyrir þá stemningu og þann meðbyr sem við höfum fundið fyrir úr öllum áttum undanfarna daga.

Lagið okkar nýja, Blátt blátt, hefur fallið í góðan jarðveg og heyrum við ekki betur á gömlum Gildrurboltum en að gamla Gildrusándið leyni sér ekki í því.

Kærar þakkir fyrir góðan stuðning og sjáumst eldhress í löngu troðfullum Hlégarði á morgun. 

Hér fyrir neðan getið þið heyrt nýja lagið okkar og séð slóðina á facebook síðu Gildrunnar.

gildranplakat

  


Bloggfærslur 1. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband