Nýtt lag með Gildrunni

IMG_6096

Nú höfum við félagarnir í Gildrunni lagt lokahönd á upptökur af nýju lagi. Þetta er okkar fyrsta hljóðritun í langan tíma.

Lagið er eftir, Birgi Haraldsson, söngvara og textinn eftir, Vigdísi Grímsdóttur, rithöfund. Þetta lag hljóðrituðum við í tilefni 30 ára samstarfsafmælis okkar.

Einnig munum við, eins og ég hef áður skrifað um,  halda tónleika í Mosfellsbæ (í Hlégarði) þann 1. maí.

Vonandi fellur ykkur við okkar nýjasta lag.

Einnig bendi ég hér á slóðina á Facebook síðu Gildrunnar:


Engar skotgrafir núna, plís, plís, plís

Reynum að halda þessu á málefnanlegu nótunum. Ekki tala um það sem er liðið, þetta var ekki neitt og í raun við engan hægt að sakast.

Ekki fara í þessar skotgrafir. Þetta er ekkert til að tala um svona eftir á, snúum nú frekar bökum saman og lítum á björtu hliðarnar.

Öllum getur orðið á. Nokkur þúsund milljónir að láni úr íslenskum bönkum til æðstu embættismanna þjóðarinnar og fleirri snillinga er ekkert sem þarfnast umræðu. Höldum þessu á málefnanlegu nótunum endilega. 


Bloggfærslur 14. apríl 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband